Ísland tapaði í kvöld fyrir Serbíu, 5-4, á grátlegan máta. Serbarnir skoruðu sigurmark leiksins þegar nítján sekúndur lifðu af leiknum.
Ísland komst í 2-0 forystu strax í fyrsta leikhluta með mörkum Egils Þormóðssonar og Péturs Maack. Serbarnir svöruðu þó fyrir sig með tveimur mörkum á síðustu tveimur mínútum leikhlutans.
Tvívegis náði Ísland að komast aftur yfir í leiknum en þau mörk skoruðu Ingvar Jónsson og Úlfar Andrésson. Alltaf áttu Serbarnir svar og það var svo Marko Sretovic sem skoraði sigurmark Serbanna í blálokin, sem fyrr segir.
Keppt er í A-riðli 2. deildar HM en Ísland er nú í öðru sæti riðilsins með þrjú stig, rétt eins og Spánverjar og Serbar. Rúmenía er eitt á toppnum með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum.
Grátlegt tap gegn Serbíu | Myndir
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn

Messi slær enn eitt metið
Fótbolti



„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn
