Fékk vægt menningarsjokk við opnun Quiz-Up í Kína Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 21:13 Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu. Game of Thrones Klinkið Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi og forstjóri Plain Vanilla sem gefur út Quiz-Up sagði í Klinkinu í Íslandi í dag á Stöð 2 að það hafi verið hálfgert menningarsjokk að fara til Kína að vinna að útgáfu leiksins þar. Sjá viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði. Þorsteinn segir að gjörbreyta hafi þurft öllu viðmóti leiksins þannig að hann hentaði fyrir Kínamarkað. Öll grafík leiksins er til að mynda allt öðruvísi en í Quiz-Up á Vesturlöndum sem 35 milljónir manna hafa sótt frá því leikurinn kom fyrst út í nóvember árið 2013. Leikurinn er gefinn út í Kína í samstarfi við Tencent Holdings, einn stærsta hluthafa Plain Vanilla. Tencent á og rekur samfélagsmiðillinn WeChat, sem er sá stærsti í Kína en hvorki Facebook né Twitter eru aðgengilegir á Kínamarkaði. Reyndar verða nýjar leiðir í tekjuöflun með útgáfu Quiz-Up, sem mun heita We-Quiz í Kína. Þannig verður notendum leiksins gert kleift að kaupa ýmsar vörur og þjónustu í gegnum leikinn sjálfan. Eins og ýmsar viðbætur við leikinn. Þannig munu notendur geta keypt stafræna ávexti og grænmeti til að grýta í skjá keppinauta í leiknum meðan á leik stendur til að trufla þá meðan þeir svara spurningum innan gefins frests. Á Vesturlöndum hefur helsta tekjumódel leiksins hins vegar grundvallast á samningum við fyrirtæki sem hafa kostað nýja spurningaflokka fyrir leikinn. Plain Vanilla gerði til dæmis samning við HBO um spurningaflokka í tengslum við nýjar seríur af þættinum vinsæla Game of Thrones og sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Google og Coca Cola og ESPN á Indlandi í tengslum við umfjöllun um krikket, sem nýtur gríðarlegra vinsælda þar í landi. Þorsteinn sagði í Klinkinu að enn væri þó nokkuð í að Plain Vanilla færi að skila hagnaði og hluthöfum raunverulegri arðsemi en auk stofnenda eru það Tencent Holdings, eins og áður segir, og fjárfestingarsjóðurinn Sequoia Capital í Kaliforníu.
Game of Thrones Klinkið Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent