Hugsanlegur eftirmaður Jeremy Clarkson fær morðhótanir Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 16:48 Sue Perkins vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
Miklar tilfinningar virðast fylgja brottvikningu Jeremy Clarkson úr Top Gear bílaþáttunum vinsælu. Einhversstaðar hafði birst að eftirmaður Clarkson yrði grínistinn og þáttastjórnandinn Sue Perkins, án þess að BBC hafi nokkuð gefið upp um það hver kæmi í stað Clarkson í þáttunum. Sue stjórnar meðal annars þættinum The Great British Bake Off. Ekki var að spyrja að viðbrögðum aðdáenda þáttanna, en í kjölfarið fékk Sue Perkins mýmargar morðhótanir á Twitter og óskir um að hún brynni til ösku. Sue brá á það ráð að loka fyrir Twitter aðgang sinn vegna allra þessara miður geðslegu hótana. Sue hefur sagt að hún hafi ekki fengið nein boð frá BBC að taka sæti Jeremy Clarkson og því séu þessi viðbrögð einkennileg.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent