Útvarpið á enn líf í bílum Finnur Thorlacius skrifar 14. apríl 2015 12:42 Valmynd fyrir útvarpsstöðvar í Audi bíl. Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent
Ökumenn í dag eiga marga valmöguleika er kemur að því að hlusta á tónlist með hinum ýmsu tengingum við snjalltæki og tónlistarveitur. Því fer notkun hefðbundins útvarps síminnkandi í bílum og hefur því verið spáð að stutt sé í að útvarpið hverfi brátt í nýjum bílum. Ný könnun á meðal bandarískra ökumanna bendir þó til þess að útvarp í bílum eigi enn nokkurt líf fyrir höndum, en 84% þeirra nota enn útvarpið í bílum sínum og 67% segja að útvarpið sé enn megintækið þegar kemur að því að hlusta á tónlist. Ennfremur leiddi könnunin í ljós að CD-spilarar í bílum ökumanna vestra séu enn mikið notaðir og sögðust 64% ökumanna nota þá reglulega og að meðalfjöldi CD-diska í bílum þeirra sé 10,5 diskar. Aðeins 29% ökumanna reyndust kaupa áskrift af gagnaveitum fyrir tónlist. Þessar tölur koma á óvart en kannski eru Bandaríkjamenn talsvert langt á eftir fólki í Evrópu og Asíu er kemur að þessum málum.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent