OB komst aftur á sigurbraut eftir þrjá tapleiki í röð þegar liðið lagði Nordsjælland að velli, 1-2, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Martin Spelmann kom OB yfir eftir 28 mínútna leik en Uffe Bech virtist hafa tryggt Nordsjælland stig þegar hann jafnaði metin á lokamínútu leiksins. En í uppbótartíma skoraði Spelmann sitt annað mark og tryggði OB sigur sem kemur liðinu upp í 9. sæti deildarinnar.
Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar eru hins vegar í 5. sæti en tapið í dag var það fyrsta hjá liðinu síðan 28. febrúar.
Ari Freyr Skúlason og Hallgrímur Jónasson léku allan leikinn í vörn OB.
Guðmundur Þórarinsson og Guðjón Baldvinsson voru báðir í byrjunarliði Nordsjælland en sá síðarnefndi fór af velli á 86. mínútu. Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson sátu allan tímann á varamannabekknum.
Dramatískur sigur OB
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
