Masters-mótið í golfi er í gangi á Augusta vellinum þessa helgina. Rory McIlroy var spáð mikilli velgengni á mótinu, en hann er nú tólf höggum á eftir efsta manni eftir fyrstu hringina tvo.
Jordan Spieth er efstur á -14 höggum, en McIlroy er á -2 eftir hringina tvo. McIlroy er jafn Tiger Woods, en þriðji hringurinn fer fram í kvöld. McIlroy segir að mikið þurfi að gerast svo hann klæðist græna jakkanum eftir mótið.
„Ég þarf að eiga tvo magnaða hringi og Jorden þarf að spila báða hringina yfir pari," sagði McIlroy og bætti við: „Hvorugt er líklegt til að gerast svo þetta verður erfitt."
„Ég mun fara út og gera mitt besta. Svo við munum sjá hvar ég enda."
McIlroy hafði spilað vel undanfarið, en hann hitti einungis tíu af átján flötunum í gær. Einungis 21 af 97 gerðu verr.
McIlroy: Þarf að eiga tvo magnaða hringi
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“
Íslenski boltinn






Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp
Fótbolti
