Brestir: Kynþáttaníð um munaðarlaus börn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. apríl 2015 14:00 Tveimur munaðarlausum íslenskum börnum, dökkum á hörund, er úthúðað á íslenskri rasistasíðu sem er hýst í Bandaríkjunum. Síðan er skrifuð á íslensku og uppistaðan á henni níð um tvo munaðarlausa drengi sem áttu íslenska móður og svartan föður. Fósturmóðir drengjanna, sem kærði síðuna árið 2012, furðar sig á að ekki sé hægt að loka henni. Þar má finna setningar á borð við: „Hin raunverulegi harmleikur eru tveir litlir negra glæpamenn sem hin íslenski skattgreiðandi þarf að borga menntun fyrir.” Lögreglurannsókn var hætt á sínum tíma þegar ekki tókst að sanna hver væri á bak við síðuna en Barnavernd Reykjavíkur hyggst nú beita sér fyrir því að síðan verði tekin niður og að ábyrgðarmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly, verði dreginn til ábyrgðar. Ljóst var í samtali Bresta við Pauly að hann hyggðist ekki taka síðuna niður en kvaðst tilbúinn að selja hana á 30 milljónir króna. Allt að tveggja ára fangelsi liggur við því að rægja mann fyrir kynþátt eða uppruna á Íslandi. Næsti þáttur Bresta verður helgaður kynþáttafordómum og tilraun gerð til að skilja hvaðan þeir spretta og hversu útbreiddur útlendingaótti er á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræðir við Donald Pauly og Skúla Jakobsson sem lítur svo á að verið sé að útrýma hvíta kynstofninum með innflytjendum af öðrum kynþáttum. Næsti þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. Umsjónarmaður þáttarins er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri. Brestir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira
Tveimur munaðarlausum íslenskum börnum, dökkum á hörund, er úthúðað á íslenskri rasistasíðu sem er hýst í Bandaríkjunum. Síðan er skrifuð á íslensku og uppistaðan á henni níð um tvo munaðarlausa drengi sem áttu íslenska móður og svartan föður. Fósturmóðir drengjanna, sem kærði síðuna árið 2012, furðar sig á að ekki sé hægt að loka henni. Þar má finna setningar á borð við: „Hin raunverulegi harmleikur eru tveir litlir negra glæpamenn sem hin íslenski skattgreiðandi þarf að borga menntun fyrir.” Lögreglurannsókn var hætt á sínum tíma þegar ekki tókst að sanna hver væri á bak við síðuna en Barnavernd Reykjavíkur hyggst nú beita sér fyrir því að síðan verði tekin niður og að ábyrgðarmaður hennar, Bandaríkjamaðurinn Donald Pauly, verði dreginn til ábyrgðar. Ljóst var í samtali Bresta við Pauly að hann hyggðist ekki taka síðuna niður en kvaðst tilbúinn að selja hana á 30 milljónir króna. Allt að tveggja ára fangelsi liggur við því að rægja mann fyrir kynþátt eða uppruna á Íslandi. Næsti þáttur Bresta verður helgaður kynþáttafordómum og tilraun gerð til að skilja hvaðan þeir spretta og hversu útbreiddur útlendingaótti er á Íslandi. Lóa Pind Aldísardóttir ræðir við Donald Pauly og Skúla Jakobsson sem lítur svo á að verið sé að útrýma hvíta kynstofninum með innflytjendum af öðrum kynþáttum. Næsti þáttur Bresta er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld kl. 20:25. Umsjónarmaður þáttarins er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Björn Ófeigsson og Gaukur Úlfarsson leikstjóri.
Brestir Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Sjá meira