Talið er að Hillary Clinton muni tilkynna forsetaframboð sitt á sunnudaginn. Hún sóttist eftir tilnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi í kosningum 2008 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama. Næstu forsetakosningar í Bandaríkjunum munu fara fram árið 2016 en þá verður Obama búinn að sitja í embætti í tvö kjörtímabil.
Samkvæmt New York Times mun Clinton tilkynna framboð sitt í myndbandsskilaboðum á samfélagsmiðlum á sunnudaginn. Í kjölfarið muni hún sækja heim fyrstu fylkin að því er tveir heimildarmenn blaðsins segja.
Clinton gegndi embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna 2009 til 2013 og sat sem öldungadeildarþingmaður á undan því. Eiginmaður hennar Bill Clinton var 42. forseti Bandaríkjanna í tvö kjörtímabil. Var Hillary því forsetafrú frá árinu 1993 til 2001.
Hillary Clinton talin kynna framboð sitt

Tengdar fréttir

Öldungadeildarþingmaður Texas býður sig fram til forseta
Ted Cruz varð í dag fyrsti Repúblikaninn til að greina opinberlega frá forsetaframboði sínu.