Björn Daníel Sverrisson, leikmaður Viking í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta, verður frá keppni næstu fjóra mánuðina vegna meiðsla.
Þetta kemur fram á heimasíðu Viking, en Björn Daníel fékk högg í fyrsta leik tímabilsins gegn nýliðum Mjöndalen sem Viking tapaði, 1-0.
Björn Daníel fór í uppskurð strax og er byrjaður í endurhæfingu, en hann mun engu að síður missa af stærstum hluta tímabilsins í norsku úrvalsdeildinni.
Þessi 24 ára gamli FH-ingur gekk í raðir Viking fyrir síðasta tímabil frá FH og spilaði 29 leiki í úrvalsdeildinni og skoraði sex mörk.
