Markaðsmisnotkunarmálið: Var ekki einvaldur í Kaupþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2015 10:23 Ingólfur Helgason í héraðsdómi. Vísir/GVA „Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
„Nú erum við búin að sitja hér í nokkra daga og það hefur verið dregin upp mynd af viðskiptum eins og ákæruvaldið hefur sett fram í sinni ákæru. Þá hefur verið dregin upp einhliða mynd af minni aðkomu og persónu og ég kannast ekki við sjálfan mig þar. Það er eins og ég hafi ginið yfir öllu sem var gert og verið einhvers konar einvaldur í þessum banka en það var alls ekki þannig.” Þetta sagði Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, við upphaf þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ingólfur er einn af þeim sem ákærðir eru fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik í umfangsmiklu máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Ingólfur flutti stutt ávarp áður en Björn Þorvaldsson, saksóknari, hóf að spyrja hann út úr. Fór hann þar yfir menntun sína, starfsferil hjá Kaupþingi og svo samskipti sín við starfsmenn eigin viðskipta bankans sem einnig eru ákærðir í málinu.Sameiginleg ákvarðanataka Þeir hafa allir lýst því fyrir dómi að fyrirmæli um kaup eigin viðskipta á hlutabréfum í Kaupþingi hafi komið frá Ingólfi. Í morgun sagðist Ingólfur ítrekað hafa beint því til þeirra að fara að lögum og reglum og sagði að Kaupþing hafi hegðað sér eins og markaðsaðstæður voru hverju sinni. „Fyrirmæli verða síðan til með mjög margvíslegum hætti. Margt af því sem kallað hafa verið fyrirmæli hér voru ákvarðanir. Ég hef klárlega gefið starfsmönnum fyrirmæli en þetta voru ekki alltaf einhver einhliða fyrirmæli frá mér og eiginlega bara alls ekki. Þetta var sameiginleg ákvarðanataka,” sagði Ingólfur. Hann ræddi síðan stuttlega um fall Kaupþings haustið 2008. „Bresk stjórnvöld tóku yfir Kaupþing Singer og það varð til þess að móðurbankinn féll. Skilmálar lána bankans voru einfaldlega þannig að þau gjaldféllu. [...] Ég trúði því alltaf að Kaupþing myndi komast í gegnum þann ólgusjó sem var hér haustið 2008. Seðlabankinn trúði því líka eins og lánið [500 milljóna evra neyðarlán SÍ til Kaupþings 6. október 2008] sýndi.” Lýsti yfir sakleysi Ingólfur bætti því svo við að Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið hafi keppst við að sýna fram á að viðskipti Kaupþings með hlutabréf í sjálfu sér seinustu dagana fyrir hrun hafi verið óeðlileg. „Kauphöllin hefði í raun átt að skoða hvort það hafi ekki verið tilefni til að loka markaðnum á þessum tíma. Þetta voru mjög óvenjulegar markaðsaðstæður og það hefði einfaldlega verið óábyrgt af okkur ef við hefðum farið að haga okkur eitthvað öðruvísi á markaði en áður.” Undir lokin lýsti Ingólfur svo yfir sakleysi sínu áður en saksóknari tók til við að spyrja hann út í ákæruatriðin.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33 „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Leið mjög illa dagana fyrir hrun Einar Pálmi Sigmundsson segir að menn hafi fyllst bjartsýni þegar Al Thani keypti í Kaupþingi en viku seinna var Glitnir þjóðnýttur. Þá hafi orðið straumhvörf á Íslandi. 28. apríl 2015 16:33
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11