„Ég bíð bara við símann“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 28. apríl 2015 19:30 Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Priyanka Thapa, nepölsk kona búsett hér á landi, hefur ekki enn heyrt frá fjölskyldu sinni eftir jarðskjálftann á laugardaginn og segist hafa þungar áhyggjur. Forsætisráðherra landsins óttast að allt að tíu þúsund manns hafi látist í skjálftanum. Eyðileggingin í Nepal er gríðarleg, tugþúsundir hafa misst heimili sín og fjöldi látinna og slasaðra hækkar dag frá degi. Björgunaraðgerðir eru enn í fullum gangi en ein og hálf milljón er án matar og drykkjarvatns, auk þess sem mikil þörf er á tjöldum og lyfjum. Móðir Priyönku og systir búa í Katmandú en hún hefur ekkert heyrt frá þeim síðan skjálftinn reið yfir en hefur þó fengið óljósar upplýsingar um að það sé í lagi með þær. „Ég er búin að reyna að hringja frá því á laugardaginn, kannski þúsund sinnum, en hef ekker heyrt,“ segir hún. Nær ekkert samband er á svæðinu en Priyanka vonar að fjölskylda hennar haldi til í neyðarskýlum í borginni. Undanfarna daga hefur hún fengið slæmar fréttir. Fimm vinir hennar létust í skjálftanum „Þetta var mjög erfitt að heyra... ég er ennþá með þau á facebook. Priyanka segist íhuga að fara út. „Það sem vantar eru neyðarbyrgðir og ég er að hugsa að peningarnir sem ég myndi nota til að kaupa flugmiða gæti ég notað til að kaupa mat fyrir fullt af fólki í Nepal. Svo ég er að hugsa um hvernig er best að safna peningum til að senda,“ segir hún og vonast til að heyra í fjölskyldu sinni um leið og samband batnar á svæðinu. „Ég bíð bara hér við símann til að ná sambandi og heyra frá mömmu minni og systur og heyra að það sé allt í lagi. Það er það sem mig langar að heyra“.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira