Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grótta - ÍBV 22-25 | Eyjastúlkur 2-1 yfir og með einvígið í sínum höndum Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Telma Amado fer í gegn á Nesinu í kvöld. vísir/valli ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara." Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
ÍBV vann frábæran þriggja marka sigur á deildarmeisturum Gróttu, 25-22. Eyjastúlkur eru því komnar yfir í einvígi liðanna en fjórði leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn. Jafnt var á með liðinum framan af leik í kvöld en um miðjan fyrri hálfleik tók ÍBV völdin á vellinum. Vörn ÍBV fór að smella og þær náðu að stöðva skyttur Gróttu á tímabili. Grótta hefði á þeim tíma mátt nýta hornamenn sína betur sem oft á tíðum voru í góðum stöðu. ÍBV liðið náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 12-9. Vera Lopes og Ester Óskarsdóttir drógu vagninn fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en þær skoruðu tíu af tólf mörkum liðsins í hálfleiknum. Ester þurfti að yfirgefa völlinn um stund í fyrri hálfleik en sem betur fer fyrir ÍBV kom hún aftur inn á og sýndi styrk sinn. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hins vegar með fjögur mörk í fjórum skotum fyrir Gróttu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 12-10, gestunum frá Vestmannaeyjum í vil. Það var hreinlega allt annað að sjá til Gróttu í upphafi síðari hálfleiks. Eftir átta mínútur í síðari hálfleik var Grótta komið tveimur mörkum yfir, 16-14, og heimastúlkur virtust ætla að taka leikinn í sínar hendur. En aftur náðu Eyjastúlkur að snúa leiknum sér í vil um miðjan hálfleik. Það er engu líkara en að vörn ÍBV þurfi c.a. 15 mínútur til að vakna til lífsins í hvorum hálfleik. ÍBV náði upp feykilega góðum varnarleik og í kjölfarið fylgdu nokkur auðveld mörk. Ólöf Kolbrún Ragnarsdóttir í marki ÍBV á sömuleiðis stóran þátt í þessum sigri en hún varði oft á tíðum mjög mikilvæg skot. Lokatölur urðu 25-22, gestunum í vil. ÍBV er því komið yfir í einvíginu, 2-1. Fjórði leikur liðanna fer fram í Vestmannaeyjum á fimmtudaginn og með sigri þar getur ÍBV tryggt sér rétt til að leika til úrslita á Íslandsmótinu. Grótta er hins vegar ríkjandi deildarmeistari og hefur á að skipa sterku liði. Þetta er því hvergi nærri búið og óhætt að lofa spennandi leik á fimmtudaginn. Vera Lopes fór á kostum í liði ÍBV og skoraði 11 mörk. Ester Óskarsdóttir átti sömuleiðis góðan leik fyrir gestina og skoraði 6 mörk. Hjá Gróttu var Anna Úrsúla Guðmundsdóttir markahæst með 8 mörk.vísir/valliJón Gunnlaugur Viggósson: Þurfti að taka leikhlé og kveikja á mínum stelpum "Það var mikið um tæknifeila í byrjun. Greinilega mikið stress og þetta var í járnum. En við leiddum þetta fannst mér og mér fannst við vera með þetta í okkar hendi. Þær komast yfir í byrjun síðari hálfleiks en mér fannst mitt lið heilt yfir spila mjög vel," sagði Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari ÍBV, að leik loknum. Grótta mætti af miklum krafti inn í síðari hálfleik en Jón Gunnlaugur hafði ekki áhyggjur af því að sú pressa myndi yfirbuga sínar stúlkur. "Ég þurfti að taka leikhlé og aðeins að kveikja á mínum stelpum. Passa að þetta færi ekki í einhverja vitleysu. Það gerist stundum í svona stöðu og leikmenn taki vitlausar einstaklingsákvarðanir. En við lögðum upp með að spila sem lið og þá skiptir ekki máli þó einn og einn leikmaður sé ekki að finna sig. Það er gríðarlega mikilvægt," sagði Jón Gunnlaugur og nefndi sérstaklega þátt Ólafar Kolbrúnar Ragnarsdóttur í markinu. "Í stöðunni 17-15 fyrir Gróttu breytum við stöðunni í 20-17 okkur í vil. Og það mest megnis Ólöfu að þakka. Hún gjörsamlega lokaði markinu og stóð sig frábærlega í dag. Ég var mjög ánægður með hana. Mér fannst Vera frábær sóknarlega, Ester og Drífa spila eins og þær séu búnar að vera í boltanum í 20 ár," sagði Jón Gunnlaugur og skoraði á Eyjamenn að mæta á fjórða leikinn á fimmtudaginn. "Ákall til Eyjamanna að mæta á þann leik. Ég trúi ekki öðru en að það verði brjáluð þjóðhátíðarstemning," sagði Jón Gunnlaugur að lokum.vísir/valliKári Garðarsson: Ég var ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma "Við vorum ekki að spila nægilega vel til að eiga sigur skilið. Fyrri hálfleikur var stirður en við fórum vel í gang í seinni hálfleik. Náðum þá forskoti sem að við vorum að mörgu leiti klaufar að fylgja ekki nógu vel eftir. Við fórum illa með mjög góð færi og hleyptum ÍBV inn í leikinn með því. Svo vorum við bara á hælunum síðustu 10-12 mínúturnar," sagði Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu eftir leikinn. Nú þarf Grótta að sækja sigur til Vestmannaeyja og það er sýnd veiði en ekki gefin. "Það hefur verið markmiðið hingað til þannig að við stefnum áfram að því. Eyjaleikurinn er hvort sem er leikur sem við hefðum þurft að klára þar sem við töpuðum á mánudaginn. Við horfum bara björtum augum á það," sagði Kári en það er margt sem Grótta þarf að laga fyrir þann leik. "Við þurfum að huga að okkar handbolta en við þurfum líka að hafa svolítið meira gaman. Það vantar pínu leikgleði. Það hefur verið aðalsmerki liðsins, leikgleðin hefur skynið úr hverju andliti og þær hafa gaman af því að spila handbolta. Við þurfum að ná í það aftur. Það eru ekki nema nokkrir leikir síðan það var í gangi hjá okkur og hefur verið í allan vetur. Ég hef því litlar áhyggjur af öðru en að það takist," sagði Kári. Kári var oft á tíðum ósáttur við dómara leiksins en um vildi lítið tjá sig um það við blaðamann. "Ég var bara ósáttur en handbolti er erfið íþrótta að dæma. No comment. Segjum það bara."
Olís-deild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni