Audi með keppinaut Tesla Model X Finnur Thorlacius skrifar 27. apríl 2015 12:40 Audi hefur sent frá sér þessa teikningu af nýjum rafmagnsjepplingi. Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi. Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent
Tesla mun hefja sölu á rafmagnsjepplingnum Model X í ár og mun því eiga sviðið hvað rafdrifna jepplinga varðar í einhvern tíma. Það verður þó ekki svo lengi því Audi vinnur nú að smíði jepplings sem eingöngu verður drifinn rafmagni og kemst 500 kílómetra á hverri hleðslu. Bíll Audi verður sérhannaður til verksins og því verður ekki um að ræða núverandi bílgerð Audi sem breytt verður í rafmagnsbíl. Audi segist ætla að markaðssetja þennan bíl snemma á árinu 2018. Með 500 kílómetra drægni Audi bílsins slær hann við 430 drægni Tesla Model X. Líklegt veður þó að teljast að Tesla verði komið með rafhlöður í Model X eða aðra bíla sína sem draga jafn mikið eða meira þegar árið 2018 gengur í garð. Audi er með þessu ekki að veðja mest á bíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Trú forsvarsmanna Audi er á tvíorkubíla, þ.e. bíla með hefðbundinni vél og rafmagnsmótorum, og það verði svo næstu 10-15 árin. Þessir bílar eru oft nefndir Plug-In-Hybrid bílar og fjölgar þeim mjög á meðal bílgerða Audi.
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent