Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers sem vann öruggan sigur á FC Köbenhavn á heimavelli. Lokatölur 3-0, en Randers er í 3. sæti deildarinnar með 38 stig.
Ögmundur Kristinsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Randers sem hafði ekki unnið leik síðan 20. febrúar fyrir leikinn í dag.
Björn Bergmann Sigurðarson og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliði FCK sem er í 3. sætinu með 49 stig.
Bröndby vann öruggan 4-0 sigur á Vestsjælland á heimavelli.
Hólmbert Aron Friðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Bröndby sem er í 4. sæti deildarinnar með 38 stig.
Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir Vestsjælland sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Frederik Schram sat allan tímann á varamannabekknum hjá liðinu.
Þá vann AaB 0-3 sigur á SönderjyskE á útivelli.
Randers vann sinn fyrsta leik í tvo mánuði
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman
Íslenski boltinn

