Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Linda Blöndal skrifar 26. apríl 2015 19:30 Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið. Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. Bændum sé frjálst að aflífa dýr sjálfir með mannúðlegum aðferðum eins og gasi – verði of þröngt um dýrin á búunum. Formaður svínaræktenda segir slíkar aðferðir siðlausar og nánast hryðjuverk. Dýravelferð í húfiUndanþágur voru veittar um helgina til slátrunar á 50 þúsund kjúklingum og 1000 kalkúnum á grundvelli dýraverndunar en þröngt var orðið um fuglana. Dýralæknar hjá Matvælastofnun hafa verið í verkfalli frá því á mánudag en þeir eru harðlega gagnrýndir og bent á dýravelferð í því sambandi. Dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátrun og síðan verkfall hófst hefur ekkert verið slátrað nema með undanþágum frá þeim. Staðan á mörgum kjúklingabúum hefur erfið og framundan eru líka erfiðleikar hjá svínaræktendum. „Gríðarlega stórt og mikið mál"Hörður Harðarson formaður Svínaræktarfélagsins segir stöðuna alvarlegri en fólk átti sig á. „Það liggur nokkuð ljóst fyrir að birgðirnar eru að safnast upp á búunum og þrengslin eru að aukast. Þða er mikilvægt að stjórnvöld og almenningur átti sig á umfangi þessa vanda. Þetta er gríðarlega stórt og mikið mál. Við erum þegar orðið fyrir miklu tjóni og það minnkar ekki eftir því sem þetta dregst á langinn“, sagði Hörður í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Eigendur dýra bera ábyrgðinaCharlotta Oddsdóttir, dýralæknir og talsmaður Dýralæknafélagsins segir að slátrun til að selja kjötið stöðvist í verkfallinu en það eigi ekki að bitna á velferð dýranna. Dýralæknar hafna því að þeir beri ábyrgð á velferð dýranna. „Það er eitthvað sem dýralæknar vilja vísa til föðurhúsanna. Samkvæmt lögum er það dýraeigandi eða sá sem heldur dýr sá sem ber ábyrgð á velferð sinna dýra. Dýralæknar eru opinberir starfsmenn og okkur er mjög í mun að dýravelferð verði ekki undir í þessari kjarabaráttu. En auðvitað er það svo að ef það koma inn tilkynningar þar sem bændur hafa virkilega áhyggjur þá eru öll þau mál skoðuð“, sagði Charlotta. Bændur geta grisjað bú sín löglegaCharlotta segir að bændur megi í sumum tilfellum aflífa dýrin sjálfir og urða þau án viðveru dýralækna og það hafi bændur iðulega gert. „Við bendum líka á að það eru til mannúðlegar aðferðir aðrar heldur en að slátra til þess að létta á, til þess að grisja á búum sem er fullkomlega löglegt að beita“, segir Charlotta enn fremur. Gas er notað til slátrunar grísa, til dæmis í sláturhúsinu í Saltvík á Kjalarnesi og telst aðferðin mannúðleg. Dýralæknar benda á að bændur geti notað þessa aðferð til þess að grisja bú sín. Líkir grisjun helst viðhryðjuverk Hörður segir hins vegar að þegar svín eigi í hlut sé grisjun með gasi ómöguleg og hann hafi heldur ekki heyrt að það hafi verið formlega lagt til. „Mér er óhætt að segja að bændur munu ekki gera það. Það er algjörlega útilokað í framkvæmd fyrir utan svo siðleysið sem liggur þar að baki ef það ætti að grípa til slíkra aðgerða og það má helst líkja því við hryðjuverk ef menn ætla að standa svona að verki“ sagði Hörður.Fleiri undanþágubeiðnir bíðaBeiðnir um frekari undanþágur til slátrunar kjúklinga og einnig svína verða teknar fyrir af dýralæknum í fyrramálið.
Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira