Lilleström fer heldur illa af stað í norsku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 0-2 fyrir Stabæk í dag. Bæði mörkin komu á lokamínútum fyrri hálfleiks.
Finnur Orri Margeirsson var í byrjunarliði Lilleström en var tekinn af velli á 86. mínútu. Árni Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik.
Lilleström, sem Rúnar Kristinsson stýrir, er í 13. sæti deildarinnar með tvö stig eftir fjóra leiki.
Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekknum þegar Álasund tapaði 0-2 fyrir Tromsö á heimavelli. Aron Elís Þrándarson er enn frá vegna meiðsla.
Úrslit dagsins:
Lilleström 0-2 Stabæk
Álasund 0-2 Tromsö
Haugesund 0-0 Molde
Strömsgodset 3-2 Sandefjord
Sarpsborg 08 2-2 Bodö/Glimt
Hannes Þór Halldórsson hélt marki sínu hreinu þegar Sandnes Ulf gerði markalaust jafntefli við Levanger í 1. deildinni. Sandnes er í 7. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjóra leiki.

