Rosenborg hefur farið frábærlega af stað í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta og í dag vann liðið stórsigur, 1-4, á Viking á útivelli.
Rosenborg hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni með markatölunni 16-2 og situr í toppsæti hennar með 10 stig.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn í miðri vörn Rosenborg en Alexander Söderlund, fyrrverandi leikmaður FH, skoraði fyrsta mark liðsins.
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Viking en fór af velli á 64. mínútu. Steinþór Freyr Þorsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum en þeir Indriði Sigurðsson og Björn Daníel Sverrisson eru frá vegna meiðsla.
Þá gerðu Odd og nýliðar Mjondalen 2-2 jafntefli.
