Arnar Pétursson verður næsti þjálfari ÍBV í Olís-deild karla í handbolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV.
Arnar tekur við starfinu af Gunnari Magnússyni sem samdi nýverið við lið Hauka. Þeir stýrðu ÍBV í sameiningu á síðasta tímabili þegar Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Arnar lét af störfum eftir síðasta tímabil eftir að hafa stýrt ÍBV frá árinu 2009.
Arnar er uppalinn Eyjamaður og lék með ÍBV um margra ára skeið. Hann lék einnig með Stjörnunni, FH og Haukum og varð tvívegis Íslandsmeistari með síðastnefnda liðinu.
Eyjamenn féllu úr leik fyrir Aftureldingu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í ár.
Arnar tekur aftur við ÍBV
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti


Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn