Íslendingaliðið Kristianstads vann sannfærandi sigur á Kopparbergs/Göteborg í kvöld, 3-1.
Nellie Karlsson skoraði tvisvar og Johanna Rasmussen skoraði eitt.
Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur voru í liði Kristianstads sem og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Margrét Lára fór af velli á 58. mínútu.
Arna Sif Ásgrímsdóttir var í liði Kopparbergs en fór af velli á 61. mínútu.
Kristianstads komst upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum en Kopparbergs er í fjórða sæti.
