Mitsubishi skilar loks hagnaði Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2015 16:23 Þrír tilraunabílar Mitsubishi sem fyrirtækið hefur sýnt að undanförnu á bílasýningum. Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Eftir 7 ára taprekstur bíladeildar Mitsubishi skilaði hún loks hagnaði á síðasta fjárlagaári, sem endaði 31. mars. Sala bíla Mitsubishi um allan heim jókst um 13% á árinu, en um 21% í Bandaríkjunum. Hagnaður Mitsubishi var 1,2 milljarðar dollara, eða 163 milljarða króna en spáð er nokkru minni hagnaði fyrir þetta ár, eða 141milljörðum króna sökum minni sölu í Rússlandi og Tailandi og fallandi gengi evrunnar gangvart japanska yeninu. Mitsubishi gengur best um þessar mundir að selja bíla í SA-Asíu og Bandaríkjunum og áherslan verður áfram á þá markaði með aukinn framleiðslu í verksmiðjum Mitsubishi á þessum svæðum. Heildarsala Mitsubishi bíla á síðasta fjárlagaári var 1,1 milljón og í spám Mitsubishi er aðeins gert ráð fyrir 1% aukningu í ár vegna erfiðleika á ýmsum mörkuðum, en þó gerir Mitsubishi ráð fyrir að auka söluna um 9,4 í Bandaríkjunum% og selja þar 128.000 bíla.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent