Hilmir Gauti farinn að leika sér á Barnaspítalanum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2015 18:30 Hilmir Gauti lék við hvern sinn fingur í dag en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Þetta er alveg magnað segir móðir drengs, sem hefur náð nær fullum bata, eftir að hafa verið fluttur þungt haldinn á Landspítalann í síðustu viku eftir slys í Læknum í Hafnarfirði. Í dag er aðeins vika síðan að Hilmir Gauti, sem er níu ára, var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir að hafa fest í affalli Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. Þegar við hittum hann og fjölskyldu hans á Barnaspítala Hringsins í dag lék Hilmir Gauti, við hvern sinn fingur en hann verður líklega útskrifaður af sjúkrahúsinu á næstu dögum. „Fyrstu fréttir voru náttúrulega skelfilegar þannig að þetta er algjörlega búið að snúast við síðan þá,“ segir Bjarni Einarsson faðir Hilmis Gauta. Foreldrarnir eru að vonum í skýjunum með það hversu hratt Hilmir Gauti hefur náð fyrri heilsu. Móðir hans segir það kraftaverki líkast hversu vel fór. „Alveg magnað,“ segir Hafdís Jónsdóttir. Sérhæfð kælimeðferð var notuð þegar komið var með Hilmi Gauta á spítalann til að koma í veg fyrir heilaskaða. Þannig var líkami Hilmis Gauta kældur í tvo sólarhringa í 32-34 gráður. Foreldrar Hilmis höfðu aldrei heyrt af þessari meðferð áður. „Ég hef ekki vitað af, vitað af, þessum kælimeðferðum og ekki kannski þorað að ímynda mér það,“ segir Bjarni. Þau segjast þakklát öllum sem komu að björgun drengjanna. „Allt starfsfólk og sjúkrahúsið og lögreglan og allir sem að hafa komið að þessari björgun og þessari umönnun drengjanna okkar er alveg ótrúleg og barnanna allra og við erum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir Bjarni. Þegar Hilmir Gauti festist í affallinu var mikill vatnsstraumur í stíflunni. Einar Árni bróðir hans reyndi að koma honum til bjargar en festist líka. „Mjög skrýtnar aðstæður að það skuli geta myndast þetta sog og þessi hringrás þarna. Það er eitthvað sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Ég hefði allavega aldrei hleypt börnunum mínum að leika þarna ef að ég hefði haft hugmynd það að þessi hætta hefði verið þarna. Maður einhvern veginn finnst þetta vera svo langt frá sér bæði svona slys og að gera sér grein fyrir því að þessar aðstæður skuli vera svona nánast inni í miðjum bæ og nálægt því afdrepi sem að við höfum haft í Hafnarfirði. Þannig að mín tilmæli eru bara að fólk verði á varðbergi og skoði umhverfi sitt og hættur sem að geta leynst sem einhvern veginn fólk hefur bara horft framhjá hingað. Áttað sig ekki á,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Slys við Reykdalsstíflu Tengdar fréttir Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Foreldrar drengjanna: Áttuðu sig ekki á hættunni "Maður hefði ekki búist við þessari hættu þarna, “ segir Hafdís Jónsdóttir móðir Hilmis Gauta níu ára drengs sem var fluttur þungt haldinn á Landspítalann eftir slys við Reykdalsstíflu í Læknum í Hafnarfirði. 21. apríl 2015 15:11