Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 22:00 Úr dómssal í dag. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Kjötvinnsla Haga í Álfabakka fær grænt ljós hjá Matvælastofnun Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Sjá meira