Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 22:00 Úr dómssal í dag. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði í dag Pétur Kristin Guðmarsson, einn sakborninga í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Saksóknari spilaði meðal annars upptökur af símtölum og varpaði myndum úr kauphallarhermi upp á vegg til að varpa ljósi á viðskiptin. Var að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“ Eitt símtalanna sem spilað var átti Pétur við eiganda verðbréfafyrirtækis þann 6. nóvember 2007. Í því sagðist Pétur meðal annars vera að fara að gera sig „kláran fyrir skotgrafirnar“. Saksóknari spurði hvað þeir hafi verið að ræða. „Hann er að bjóða mér "market access", það er að geta átt viðskipti í gegnum hans auðkenni. En ég vil taka það fram að við nýttum okkur þetta aldrei. Við áttum alltaf viðskipti í gegnum okkar auðkenni,“ svaraði Pétur. Þegar hann var svo spurður út í hvað hann átti við með „skotgrafarhernaði“ svaraði hann: „Ég veit það ekki. Ég var lengi í hernum og þetta er bara eitthvað líkingamál sem ég nota,“ en fram kom við upphaf skýrslutökunnar yfir Pétri að hann hafi farið í herforingjaskóla að loknu stúdentsprófi.Mátti ekki vera of mikið flökt á bréfunum Annað símtal sem spilað var átti Pétur við yfirmann sinn hjá eigin viðskiptum, Einar Guðna Sigmundsson, snemma morguns þann 8. nóvember 2007. Þar ræddu þeir meðal annars „að setja niður hælana“ og „að stöðva frjálst fall“ varðandi viðskipti bankans með bréf í sjálfum sér. Saksóknari bað Pétur um að útskýra hvað átt væri við með því „að setja niður hælana“, hvort að það þýddi að stoppa. „Nei, það þýðir að nú ætla ég að kaupa. Við erum tilbúnir að kaupa ef við setjum niður hælana.“ Svo var hann spurður út í ummæli Einars um að stöðva þyrfti frjálst fall bréfanna. „Ég get ekki svarað fyrir hann en ætli hann hafi ekki bara verið að tala um að hafa ekki of mikið flökt á bréfunum,“ sagði Pétur.„Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill“ Saksóknari spurði þá hvort að þetta hafi ekki bara í raun verið stöðutaka í bréfunum þegar þeir hafi verið að stökkva inn og stöðva frjálst fall. „Þetta var bara bland af hvoru tveggja, stöðutaka og seljanleiki. Við vorum bara að reyna að fylgjast með markaðnum á hverjum degi. [...] Það er samt enginn sem stöðvar frjálst fall. Markaðurinn fer bara þangað sem hann vill og það er enginn sem stöðvar það.“ Skýrslutöku yfir Pétri Kristni verður framhaldið á morgun og á miðvikudag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Viðskipti innlent Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Sjá meira