GM kíkir inní framtíðina Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:41 Afar framúrstefnulegt útlit tilraunabílsins frá GM. Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning. Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent
Á bílasýningunni í Shanghai, sem var að hefjast, sýnir General Motors þennan Chevrolet FNR tilraunabíl með þeim orðum að með honum sé reynt að rýna í framtíðina og útlit bíla eftir nokkur ár. Bíllinn er eingöngu knúinn áfram af rafmótorum, einum fyrir hvert hjól bílsins og rafhlöður bílsins má hlaða þráðlaust. Kristalljós eru bæði sem aðalljós bílsins og afturljós og radar á þaki bílsins skynjar allt umhverfi bílsins og með þeim búnaði getur bíllinn ekið alfarið án aðstoðar ökumanns. Bíllinn er með hurðir sem opnast upp. Innanrýmið er í stíl við ytra útlit hans, afar framúrstefnulegt og framstólunum má snúa til að einfalda inn- og útstig og til að eiga þægilegri samskipti við aftursætisfarþega.Óvenjulegt innra útlit bíls og framsætin engin undantekning.
Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent