BMW hægir á framleiðslu í Kína vegna minnkandi sölu Finnur Thorlacius skrifar 20. apríl 2015 15:08 BMW X3 og aðrir jepplingar lúxusframleiðendanna seljast áfram vel í Kína, en um hefur hægst í sölu fólksbíla. BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent
BMW ætlar bæði að minnka framleiðslu í Kína á öðrum ársfjórðungi ársins og lækka verð bíla sinna vegna minnkandi sölu og er það til merkis um að um sé að hægjast á sölu bíla þar eystra. Volkswagen og Ford hafa einnig lækkað verð á bílum sínum í Kína til að bregðast við minnkandi sölu. Sala erlendra bíla er nú svo til sú sama og í fyrra en sala innlendrar framleiðslu heldur þó áfram að aukast og heldur uppi þeim vexti sem er á sölu bíla í Kína. Eftirspurn lúxusbíla hefur staðnað að undaförnu og háir innflutningstollar hafa haft þar mikil áhrif á síðustu mánuðum. Svo virðist sem jepplingasala lúxusbílaframleiðendanna muni þó tryggja áfram ágæta sölu, en svo til öll aukning í bílasölu í Kína eru vegna sölu á slíkum bílum, sem og minnstu fólksbílunum. BMW hyggur á framleiðslu minni bíls en BMW 3-línunnar fyrir Kínamarkað.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent