Markaðsmisnotkunarmálið: Dómari varð ekki við beiðni saksóknara að skikka ákærða í vitnastúkuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2015 10:02 Bekkurinn er þéttsetinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Aðeins fjórir þeirra sem eru ákærðir voru mættir í dóminn í morgun, þeir Pétur Kristinn Guðmarsson, Birnir Sær Björnsson, Einar Pálmi Sigmundsson og Ingólfur Helgason. Við upphaf þinghalds tók framlagning gagna um 10 mínútur. Fyrstur til að gefa skýrslu er Pétur Kristinn Guðmarsson sem var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings á þeim tíma sem ákæra nær til. Vildi Pétur í vitnastúku Töluvert uppnám varð þó í réttarsal þegar saksóknari, Björn Þorvaldsson, fór fram á það að Pétur tæki sæti í vitnastúku. Verjandi Péturs, Vífill Harðarson, fór þá fram á að skjólstæðingur sinn fengi að sitja við hliðina verjanda sínum en ekki í stúku. Við þetta var saksóknari vægast sagt ósáttur og spurði hvort að dómari gæti ekki farið fram á það að ákærði tæki sæti í vitnastúku. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, taldi sig ekki hafa heimild til þess að skikka Pétur til að setjast í vitnastúkuna. Þessu mótmælti saksóknari og sagði að það hefði nú tíðkast að sakborningar tækju sæti í vitnastúkunni. „Dómari er nú búinn að vera hérna síðan 1992 og þykist nú vita þetta betur,” svaraði Arngrímur Ísberg þá. Sannleikurinn afstætt hugtak? Saksóknari fór þá fram á að Pétur fengi ekki að hafa opna tölvu fyrir framan sig þar sem enginn gæti vitað hvað hann væri með fyrir framan sig. Hann gæti verið með málsgögnin fyrir framan sig eða jafnvel tilbúin svör. Dómsformaður sagði þá að málsaðilar yrðu bara að treysta verjanda til þess að sakborningur væri ekki með eitthvað fyrir sig sem hann ekki mætti. Arngrímur bætti svo við: „Ákærði ræður því sem hann segir, hann á náttúrulega að segja satt, en það er reyndar afstætt hugtak.” Saksóknari svaraði þá: „Það er ekki afstætt hugtak.” Eftir um korter gat aðalmeðferð loks formlega hafist og situr Pétur Kristinn hjá sínum verjanda en ekki í vitnastúku. Skýrslutaka yfir honum fer nú fram en áætlað er að hún taki tvo og hálfan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira