Ný stikla fyrir ofurhetjumyndina Fantastic Four var birt í gær. Um endurgerð er að ræða og í þetta sinn eru ofurhetjurnar Reed Richards, Susan Storm, Johnny Storm og Ben Grimm í yngri kantinum. Þau eru þó enn vísindamenn og öðlast ofurkraft þegar tilraun með fjarflutning misheppnast.
Auk þess að varpa ljósi á krafta þeirra fjóra er óvinur þeirra Doctor Doom einnig kynntur til leiks.
Myndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 7. ágúst.