Stefnir í 100 þúsund manna verkfall innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 20:30 Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Ríkissáttasemjari segir að grafalvarleg staða sé komin upp í kjaramálum og hann hafi ekki séð kjaraviðræður í öðrum eins hnút frá því hann tók við embætti. Ef samningar náist ekki á næstu vikum stefni í að um eitt hundrað þúsund manns verði í verkfalli undir lok maí. Klukkan tifar hjá Ríkissáttasemjara. Í morgun var haldinn þar málamyndafundur með fulltrúum Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins. Menn voru jákvæðir eftir fundinn en engu að síður er ljóst að langt er í land og deilurnar gætu enn átt eftir að harðna. Tveimur tímum áður en tólf tíma allsherjarverkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni hófst á hádegi kom forystufólk Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsið. „Við höfum ítrekað sagt hér í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræðurnar einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Tónninn var svipaður í Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins „Menn ræddu málin. Þetta var aðeins á jákvæðari nótunum heldur en oft áður. En það svo sem gerðist ósköp lítið,“ sagði Björn. „Við náðum að ræða aðeins frekar þær hugmyndir sem við höfum lagt fram varðandi sérstaka hækkun dagvinnulauna á móti þá lækkun álagsgreiðslna, eins og yfirvinnuprósentu og annað þess háttar,“ segir Þorsteinn. „Þeir skýrðu sínar hugmyndir. Við eigum eftir að fara með það í okkar bakland og annað. Þeir hafa reyndar rætt þetta áður sem hefur fallið í frekar grýttan jarðveg hjá okkur,“ segir Björn. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari sem tók við embætti árið 2008 og lætur af embætti í lok maí hefur í nógu snúast síðasta mánuðinn í starfi. Hann segir stöðuna nú þá erfiðustu sem hann hafi séð. „Já, ég held að það megi segja að þetta sé erfiðasta staðan,“ segir Magnús og bætir við: „Við sjáum svolítið hvað er fram undan í dag. Starfsgreinasambandið komið í verkföll og búið að leggja niður fyrir sér hvernig það ætlar að halda áfram. Flóabandalagið og verslunarmenn hafa slitið viðræðum hér til að undirbúa aðgerðir og ég held að þetta sé grafalvarleg staða sem upp er kominn,“ segir Magnús. Þá séu opinberir starfsmenn innan BHM í verkfalli, samningar BSRB hafi runnið út í dag og deilum fjölgi. Brýnt sé að ná samningum. „Ég held að það yrðu margir hugsi ef hér yrðu komin yfir hundrað þúsund manns í verkföll í lok maímánaðar. Ég held að það sé afar alvarleg staða ef svo færi. Ef svo illa færi,“ segir Magnús Pétursson ríkissáttasemjari.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00 Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44 Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40 Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27 Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Sjá meira
Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot Félag lífeindafræðinga hefur sent Sjúkrahúsinu á Akureyri bréf þar sem þess er krafist að verkfallsbrotum sé hætt. Hjúkrunarfræðingar gangi í störf lífeindafræðinga. "Verðum að tryggja öryggi sjúklinga,“ segir framkvæmdastjóri lækninga. 30. apríl 2015 07:00
Hvalfjarðargöngin opin í verkfalli og forsvarsmenn Spalar sakaðir um lögbrot „Það er dapurt til þess að vita að svo vandað fyrirtæki sem Spölur er skuli ekki virða þau mannréttindi sem fólgin eru í verkfallsréttinum.“ 30. apríl 2015 14:44
Verkalýðsforingi vill ekki leyfa bensínsölu í gegnum sjálfsala meðan verkfalli stendur „Þetta ekki sjálfbært þegar enginn er til að aðstoða fólk.“ 30. apríl 2015 16:40
Samningafundi SGS og SA lokið Verkfall hefst á meðal félagsmanna Starfsgreinasambandsins á hádegi. 30. apríl 2015 11:27
Viðræður komnar í strand Rúmlega 10 þúsund manns hófu verkfall á landsbyggðinni á hádegi. Jákvæður fundur í morgun en viðræður komnar í strand. 30. apríl 2015 12:13