Arnar: Get fullvissað fólk um að ég vil ekki ósanngjarnt forskot á keppinauta mína Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2015 19:20 Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Arnar Pétursson vann Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta með umdeildum hætti, en hann stytti leið sína að endamarkinu eins og fjallað hefur verið um. Hann var í harðri baráttu við Ingvar Hjartarson úr Fjölni á lokasprettinum og stakk sér fram úr honum með því að stökkva framhjá staur og yfir steypukant eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. „Í þessum lokaspretti erum við að koma að lokabeygjunni á hámarkshraða og eina sem ég er að hugsa um er að reyna að komast fram úr og það er kröpp beygja í lokin. Það er eina sem ég veit,“ sagði Arnar í viðtali við Elísabet Margeirsdóttur í Íslandi í dag í kvöld. „Þegar ég er kominn upp að hlið hans sé ég staur eða eins og ég sé í myndbandinu, fánaborg. Þá sé ég horn og auða braut. Á því augnabliki tek ég stefnubreytingu með löppinni því ég held að þetta sé beygjan. Þarna var ekkert sem hindraði mig.“ „Þegar ég tek þessa stefnubreytingu með löppinni mætir mér staur eftir næstu tvö skref. Þarna er ég á 20 kílómetra hraða þannig það var um tvennt um að velja: Annaðhvort myndi ég bomba á staurinn á 20 kílómetra hraða eða fara vinstra megin við hann sem ég gerði,“ sagði Arnar.ÍR-ingar gáfu út yfirlýsingu þar sem kom fram að framkvæmd hlaupsins og merkingar brautarinnar hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Vissi Arnar að hann hefði gert eitthvað rangt? „Maður fékk skrítna tilfinningu því ég þurfti að stökkva yfir gangstéttarbrún en síðan klárar maður bara hlaupið og meira hugsar maður ekki. Þú gerðir bara það sem þú gast gert,“ sagði Arnar. „Ég hleyp hlaupið eftir minni bestu vitund og mér finnst ég ekki eiga að gjalda fyrir það að brautarvarslan var ekki rétt og ekki eins og best væri á kosið.“ „Svo stendur í yfirlýsingunni frá ÍR að ábyrgðin er hjá þeim en ekki hjá mér. Það er í rauninni ekkert sem ég get gert. Ég hljóp bara mitt hlaup eins vel og ég gat,“ sagði Arnar sem vonast til að þetta komi ekki fyrir aftur. „Úrslitin voru þessi og fyrst og fremst vona ég að það skapist einhver umræða sem leiðir að því að að fólk læri af þessu. Þá sérstaklega mótshaldarar þannig þetta komi ekki fyrir aftur.“ Þetta er í annað skipti á innan við ári sem Arnar er sakaður um svindl. Hann kom fyrstur Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu síðasta sumar, en var þá sakaður um að hafa notið aðstoðar hjólreiðarmanna. „Það er líka annað mál sem fékk svolitla umfjöllun og eflaust hafði það áhrif á einhverja. Ég get alveg fullvissað fólk um að það er ekki í mér neitt sem vill fá ósanngjarnt forskot á keppinaut minn. Það er eins langt frá því og hægt er,“ sagði Arnar Pétursson.Má stytta sér leið í svona götuhlaupi?????Posted by Óskar Hlynsson on Monday, April 27, 2015
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira