Viðræður komnar í strand Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2015 12:13 Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira
Tólf tíma verkfall rúmlega tíu þúsund manns í stéttarfélögum Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni hófst nú á hádegi. Forystumenn sambandsins funduðu með forystu Samtaka atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun og telja báðir aðilar að fundurinn hafi verið jákvæður. Fundurinn hjá Ríkissáttasemjara var stuttur og fyrirfram vitað að hann yrði ekki til að koma í veg fyrir mjög fjölmennt verkfall sextán stéttarfélaga á landsbyggðinni. Verkfallið hefur áhrif á nánast allar atvinugreinar en þó aðallega á fiskvinnslu, kjötvinnslu og allar greinar ferðaþjónustunnar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að þótt fundurinn í morgun hafi verið jákvæður sé staðan í viðræðunum mjög alvarleg.Fyrstu aðgerðir ykkar hófust í dag, lítur þú á þetta sem viðvörunarskot til atvinnurekenda? „Við erum náttúrlega bara að ýta á okkar kröfur og þetta fyrsta verkfall núna frá hádegi til miðnættis er alvöru verkfall og gert til að knýja á um okkar kröfur,“ segir Björn. Sem eru aðallega þær að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum sem eru um 90 þúsund krónur á mánuði. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir eins og Björn að fundurinn hafi verið jákvæður. En atvinnurekendur kynntu meðal annars hugmyndir sínar um hækkun dagvinnulauna á móti einhverri lækkun á yfirvinnu. „Það hefur verið mjög langt á milli aðila og þar af leiðandi að okkar mati óhjákvæmilegt að til verkfalla kæmi. Það hefur einfaldlega ekki myndast sú staða hér á vinnumarkaði ennþá að það hilli undir neina lausn. Við höfum ítrekað sagt í viðræðum við alla aðila undanfarnar vikur að með þessum hætti séu viðræður einfaldlega í strandi,“ segir Þorsteinn. Hert verður á verkfallsaðgerðum Starfsgreinasambandsins eftir því sem líður á maímánuð. Þannig verður tveggja sólarhringa verkfall í næstu viku.Sýnis þér að þessi verkföll séu öll að fara að skella á og það færist mikil harka í þessa deilu? „Það er ekkert sem ég get séð í dag annað en að þessi verkföll verði. Auðvitað er þetta stutt í dag en svo fer þetta harðandi í næstu viku og svo aftur 19. og 20. maí og svo aftur 26. maí. Þannig að það fer harðnandi ef ekkert gerist en í dag sé ég ekki annað en að þetta muni verða,“ segir Björn. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir rétt að mörg fyrirtæki standi vel og önnur illa.En eruð þið kannski að horfa þar til lægsta samnefnarans í atvinnulífinu? Er ekki ljóst að það er fullt af fyrirtækjum sem ganga vel og myndu þola verulega kauphækkun án þess að hleypa þeim út í verðlagið? „Það er að sama skapi alveg ljóst að við erum alltaf að semja um lágmarkskjör. Það er fullt af fyrirtækjum sem greiðir talsvert umfram þessi lágmarkskjör. Það er raunar meginreglan að þetta eru einmitt lágmarkskjörin þar sem greitt er umfram. Eins og við sjáum í öllum tölum um meðallaun og svo framvegis. Þetta er einfaldlega gólfið sem við erum að semja um hér,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Verkfall 2016 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Sjá meira