Bernie Sanders, öldungadeildarþingmaður Vermont, hefur tilkynnt að hann vilji verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum sem fram fara í nóvember á næsta ári.
Í samtali við AP segir Sanders að hann muni berjast fyrir launajafnrétti. Hann segir að fólk skuli ekki vanmeta sig í baráttunni.
Hillary Clinton er sú eina sem hefur tilkynnt formlega að hún vilji verða forsetaframbjóðandi demókrata.
Sanders er 73 ára gamall og hefur átt sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings frá árinu 2007.
