Kristianstad vann stórsigur á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 5-0, en Kristianstad tileinkaði sigurinn Guðnýju Björk Óðinsdóttur sem hætti á dögunum knattspyrnuiðkun.
Guðný Björk tilkynnti á dögunum að hún væri hætt vegna þrálátra meiðsla og Kristianstad gerði sér lítið fyrir og skellti AIK í tilefni þess, í leik sem var tileinkaður Guðnýju.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eitt marka Kristianstad, en staðan var 5-0 í hálfleik. Margrét Lára spilaði 47. mínútur, en Elísa Viðarsdóttir og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir spiluðu allan leikinn fyrir Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad, en þær eru með níu stig eftir fimm leiki.
