Umfjöllun, myndir og viðtöl: Haukar - Afturelding 21-16 | Haukar í 2-0 Elvar Geir Magnússon á Ásvöllum skrifar 8. maí 2015 21:15 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan 21-16 sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Besti maður leiksins í kvöld var án nokkurs vafa markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, sem varði hvað eftir annað og oft á tíðum úr ansi erfiðri stöðu.Öflugur varnarleikur og góð markvarsla Hauka gerðu það að verkum að liðið náði góðri forystu í hálfleik. Spilamennska Aftureldingar var of sveiflukenndur. Mosfellingar áttu góðan kafla í seinni hálfleik og voru nálægt því að búa til alvöru spennu en þá kviknaði aftur á Morkunas í markinu. Afar verðskuldaður sigur hjá Haukum sem geta orðið orðið Íslandsmeistarar í tíunda sinn á mánudag.Einar Andri: Lykilmenn þurfa að spila betur„Það eru tveir leikir búnir og við 2-0 undir en við þurfum að reyna að fara að spila 60 mínútna handboltaleik vel. Við þurfum að gera það til að vinna Hauka og okkur hefur mistekist að gera það í fyrstu tveimur leikjunum," segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldinga. „Við vorum ánægðir með varnarleikinn og Davíð í markinu var frábær. Við sköpuðum okkur endalaust af færum og hraðaupphlaupstækifærum sem við fórum illa með." „Lykilmenn þurfa að spila betur og stíga upp," segir Einar en Pétur Júníusson var til að mynda langt frá sínu besta. „Við eigum alveg að geta lagt þetta Haukalið. Ég veit ekki hvað við fórum illa með mörg dauðafæri og þurfum að laga það."Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur á öxl og var ekki á skýrslu í kvöld. Verður hann með á mánudag? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er ólíklegt eins og staðan er í dag en vonandi," segir Einar.Patrekur: Hef alltaf viljað þjálfa FreyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafði þetta að segja: „Við byrjuðum vel og náðum að þétta vel og þvinga þá í erfið skot. Sóknarlega tók þetta okkur smá tíma en við náðum taktinum. Þetta var hörkuleikur á móti hörkuliði. Nú er 2-0 sem er fín staða en við erum ekki búnir að vinna neitt. Nú heldur bara áfram sama vinna, ekkert öðruvísi." „Báðir markverðirnir voru góðir í kvöld. Giedrius er í stórkostlegu formi. Menn sem æfa vel og sinna íþróttinni vel eru oft góðir."Freyr Brynjarsson, gamla kempan, dró óvænt fram skóna í kvöld og var settur í hóp en hann spilaði aðeins í blálokin. Var þetta því Einar Pétur Pétursson tók út leikbann. „Ég er með Villa sem stóð sig frábærlega í dag, hann er í öðrum flokki. Ég er með ákveðið kerfi og hugsaði hvaða mann ég vildi fá. Ég reyndi að finna einhvern sem er líkur Einari Pétri. Freyr er þannig gæi að ég vildi alltaf prófa að þjálfa hann og hef núna allavega náð einum leik með honum." Haukar stefna á að taka upp sópinn og klára einvígið á mánudag. „Við förum á erfiðan útivöll en nú þarf bara að halda áfram og bæta okkar leik enn frekar. Það er næsti leikur sem telur alltaf og ég mun fara yfir þetta. Ég slaka ekkert á og strákarnir ekki heldur," segir Patrekur.Giedrius Morkunas var frábær í kvöld. Vísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Haukar geta orðið Íslandsmeistarar á mánudag þegar þeir leika gegn Aftureldingu í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar unnu sanngjarnan 21-16 sigur í kvöld á Ásvöllum og eru komnir í 2-0 í einvíginu. Liðin leika í Mosfellsbæ á mánudag.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Besti maður leiksins í kvöld var án nokkurs vafa markvörður Hauka, Giedrius Morkunas, sem varði hvað eftir annað og oft á tíðum úr ansi erfiðri stöðu.Öflugur varnarleikur og góð markvarsla Hauka gerðu það að verkum að liðið náði góðri forystu í hálfleik. Spilamennska Aftureldingar var of sveiflukenndur. Mosfellingar áttu góðan kafla í seinni hálfleik og voru nálægt því að búa til alvöru spennu en þá kviknaði aftur á Morkunas í markinu. Afar verðskuldaður sigur hjá Haukum sem geta orðið orðið Íslandsmeistarar í tíunda sinn á mánudag.Einar Andri: Lykilmenn þurfa að spila betur„Það eru tveir leikir búnir og við 2-0 undir en við þurfum að reyna að fara að spila 60 mínútna handboltaleik vel. Við þurfum að gera það til að vinna Hauka og okkur hefur mistekist að gera það í fyrstu tveimur leikjunum," segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldinga. „Við vorum ánægðir með varnarleikinn og Davíð í markinu var frábær. Við sköpuðum okkur endalaust af færum og hraðaupphlaupstækifærum sem við fórum illa með." „Lykilmenn þurfa að spila betur og stíga upp," segir Einar en Pétur Júníusson var til að mynda langt frá sínu besta. „Við eigum alveg að geta lagt þetta Haukalið. Ég veit ekki hvað við fórum illa með mörg dauðafæri og þurfum að laga það."Jóhann Gunnar Einarsson er meiddur á öxl og var ekki á skýrslu í kvöld. Verður hann með á mánudag? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er ólíklegt eins og staðan er í dag en vonandi," segir Einar.Patrekur: Hef alltaf viljað þjálfa FreyPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, hafði þetta að segja: „Við byrjuðum vel og náðum að þétta vel og þvinga þá í erfið skot. Sóknarlega tók þetta okkur smá tíma en við náðum taktinum. Þetta var hörkuleikur á móti hörkuliði. Nú er 2-0 sem er fín staða en við erum ekki búnir að vinna neitt. Nú heldur bara áfram sama vinna, ekkert öðruvísi." „Báðir markverðirnir voru góðir í kvöld. Giedrius er í stórkostlegu formi. Menn sem æfa vel og sinna íþróttinni vel eru oft góðir."Freyr Brynjarsson, gamla kempan, dró óvænt fram skóna í kvöld og var settur í hóp en hann spilaði aðeins í blálokin. Var þetta því Einar Pétur Pétursson tók út leikbann. „Ég er með Villa sem stóð sig frábærlega í dag, hann er í öðrum flokki. Ég er með ákveðið kerfi og hugsaði hvaða mann ég vildi fá. Ég reyndi að finna einhvern sem er líkur Einari Pétri. Freyr er þannig gæi að ég vildi alltaf prófa að þjálfa hann og hef núna allavega náð einum leik með honum." Haukar stefna á að taka upp sópinn og klára einvígið á mánudag. „Við förum á erfiðan útivöll en nú þarf bara að halda áfram og bæta okkar leik enn frekar. Það er næsti leikur sem telur alltaf og ég mun fara yfir þetta. Ég slaka ekkert á og strákarnir ekki heldur," segir Patrekur.Giedrius Morkunas var frábær í kvöld. Vísir/StefánVísir/StefánVísir/Stefán
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira