„Ég fer fáklæddari í sund“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. maí 2015 15:07 Úr myndbandinu við Heart Beat. myndir/bergljót arnalds „Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum. Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta gekk vonum framar,“ segir tónlistarkonan Bergljót Arnalds en í vikunni frumsýndi hún tónlistarmyndband við lag sitt Heart Beat hér á Vísi og náði að safna fyrir útgáfu plötu sinnar á Karolina Fund. Hún stefndi að því að safna þrjúþúsund evrum en þegar upp var staðið höfðu 3.750 evrur safnast. „Það var leyndur aðdáandi sem lokaði söfnuninni en svo hélt þetta bara áfram. Dísa í World Class keypti til að mynda einkatónleika með mér og tveir keyptu næstdýrasta möguleikann sem var sérhannaður trefill eftir mig auk plötunnar. Þegar upp var staðið hafði ég safnað 125% af upphæðinni sem stefnt var að,“ segir Bergljót og er augljóslega í skýjunum. Myndbandið við Heart Beat var frumsýnt á Vísi og áður en langt um leið höfðu aðrir miðlar einnig fjallað um málið. Á öðrum miðlum var talsvert gert úr klæðaburði hennar og stillur úr myndbandinu valdar vandlega. „Mbl.is þýddi meðal annars fréttina þar sem fyrirsögnin var „Icelandic songstress makes love to the landscape.“ Ég kippi mér ekki upp við þetta. Ég fer til að mynda fáklæddari í sund.“ Á fáum dögum horfðu yfir tíuþúsund manns á myndbandið inn á Vimeo og Bergljót segir að viðbrögðin hafi verið góð. „Þetta virðist hafa verið miklu stærri menningarviðburður en ég gerði mér grein fyrir. Önnur myndbönd mín hafa ekki fengið svona mikla athygli. Flestir segja að þeim hafi fundist lagið gott, öðrum líkaði myndbandið og enn öðrum fannst bæði gott.“ Bergljót gaf sér upphaflega eitt ár til þess að koma plötunni út en eftir mikinn áhuga og styrkveitingarnar íhugar hún að koma henni fyrr frá sér. „Mig langar að koma henni fyrr út en fyrst og fremst vil ég að senda frá mér gott efni. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið skiptir í raun miklu meira máli en peningurinn sem safnaðist. Þetta hefur verið mjög jákvætt að finna þennan meðbyr,“ segir Bergljót að lokum.
Tónlist Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira