Kjúklingurinn að klárast á KFC: Lokunin á Selfossi í raun jákvæð fyrir fyrirtækið Stefán Árni Pálsson skrifar 6. maí 2015 17:10 Kristín segir að ástandið sé óviðunandi. vísir/vilhelm/facebook „Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“ Verkfall 2016 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
„Núna er þetta bara komið upp í topp, það er allt að verða búið,“ segir Kristín Helgadóttir, framkvæmdarstjóri KFC, en það stefnir í skort á ferskum kjúklingi á landinu vegna verkfalls félagsmann BHM í Dýralækningafélagi Íslands sem veit ekki á gott fyrir kjúklingastaði landsins. Kristín segir að eins og staðan sé í dag eigi fyrirtækið kjöt fram á sunnudag. „Þannig er staðan í dag, en þetta getur vissulega breyst frá degi til dags. Ég veit bara stöðuna eins og hún er nákvæmlega núna. Núna er ekkert ferskt kjöt til, það hefur ekki verið til í tvær vikur. Þetta er allt frosið og bara birgðir frá kjúklingaframleiðendum.“ Hún segir að lokað sé á KFC á Selfossi í dag og á morgun vegna verkfalls.Sjá einnig: Tilfinninga-Tómas tekur kjúklingaskort á KFC afar nærri sér„Það er í raun bara jákvætt fyrir okkur, eins einkennilegt og það hljómar. Við reynum ekki einu sinni að semja, við græðum ekkert á því. Þannig að það er lokað þar í tvo daga í þessari viku, einn dag í síðustu viku og væntanlega tvo daga í næstu viku.“ Framkvæmdarstjórinn segir að ekki sé hægt að auglýsa veitingarstaðinn.Óviðunandi ástand „Þetta er mikið högg fyrir okkur. Við erum ekkert að gera það sem við erum vön að gera, að auglýsa staðina okkar. Við bara getum það ekki, við viljum ekki auka álagið,“ segir Kristín og ítrekar að maímánuðir sé vanalega virkilega góður mánuður hjá KFC.En getur fólk treyst því að fá sinn þynnkumat á laugardag og sunnudag?„Já, það er hægt að treysta því. Auðvitað er þetta óviðunandi ástand, á þessum tímum, að þetta sé leiðin sem sé beitt,“ segir Kristín sem getur ekki svarað hvort þurfi að loka öllum stöðum KFC á mánudaginn. „Ég veit bara frá degi til dags. Það er bara verið að fara yfir birgðastöðuna. Ég veit það fyrir víst að ég mun ekki eiga neina bita á mánudaginn, bara borgara og lundir.“
Verkfall 2016 Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira