Telur ákæruna byggða á misskilningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 16:41 Björk Þórarinsdóttir mætir til leiks í héraðsdómi í morgun. Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00