Telur ákæruna byggða á misskilningi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2015 16:41 Björk Þórarinsdóttir mætir til leiks í héraðsdómi í morgun. Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Björk Þórarinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækjasviðs Kaupþings og nefndarmaður í lánanefnd Kaupþings-samstæðunnar, var sú seinasta af ákærðu til að gefa skýrslu í markaðsmisnotkunarmálinu í dag. Hún er ákærð fyrir aðkomu sína að einni lánveitingu til eignarhaldsfélagsins Holt í september 2008. Lánið var veitt vegna hlutabréfakaupa félagsins í bankanum. Er henni gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína sem lánanefndarmaður, farið út fyrir heimildir sínar og stefnt fé bankans í verulega hættu vegna lánsins til Holt, að því er segir í ákæru. Ákæran var reiðarslag Björk byrjaði á því að ávarpa dóminn og sagði meðal annars: „Ákæran var reiðarslag og vekur undrun því ég tel hana byggða á misskilningi. Ég er ákærð fyrir að hafa farið út fyrir heimildir mínar en þegar betur er að gáð hafði lánanefnd samstæðunnar ekki heimild til að samþykkja lánið til Holt, enda vísaði hún láninu til lánanefndar stjórnar.” Þá sagði hún starfsmenn fyrirtækjasviðs sem komu að útlánum hafi ekki haft neinar heimildir til að veita lán. „Var ég í aðstöðu til að skuldbinda Kaupþing með lánveitingunni til Holt í september 2008? Lánanefnd stjórnar gat bara veitt umrætt lán, ekki lánanefnd samstæðu sem ég sat í. Ég gat því hvorki skuldbundið Kaupþing né misnotað aðstöðu mína. [...] Ég hafna ákærunni og tel mig saklausa af refsiverðri háttsemi.” Lánið til Holt afgreitt í samræmi við reglur Fram kom í máli Bjarkar þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði hana út í ákæruna að hún hafi aldrei dregið reglubók bankans vegna útlána í efa. Hún sagði að lánið til Holt hefði verið afgreitt í samræmi við reglur bankans og samþykkt af þar tilbærri lánanefnd. Björn bar þá undir hana tölvupóst sem Rúnar Magni Jónsson, viðskiptastjóri á lánasviðið Kaupþings, sendi Björk og yfirmanni hennar, Bjarka Diego, sem einnig er ákærður í málinu, þann 18. september 2008, sama dag og lánanefnd samstæðunnar vísaði láninu til lánanefndar stjórnar. „Nú eru viðskipti Holt Investment á gjalddaga á morgun. Gefið þið samþykki fyrir því að þetta sé greitt út þrátt fyrir að það eigi eftir að bóka þetta á BCC [Board Credit Committe]?” Ráðfærði sig við Bjarka Björk svaraði póstinum daginn eftir og sagðist samþykkja þetta fyrir sitt leyti. Spurð út í þetta samþykki sitt sagði Björk: „Ég tel mig hafa haft þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar væri búin að samþykkja þetta milli funda og að það yrði bókað á næsta fundi nefndarinnar.” Aðspurð hvaðan hún hefði þær upplýsingar sagði hún: „Ég ráðfærði mig við Bjarka, minn yfirmann, og tel að hann sé með þær upplýsingar að lánanefnd stjórnar sé þessu samþykk.” Skýrslutöku yfir Björk lauk laust eftir klukkan 15 í dag. Þar með hafa níumenningarnir sem ákærðir eru í málinu allir gefið skýrslu og munu vitnaleiðslur hefjast á morgun.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57 Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Sjá meira
Hleruð upptaka: „Hreiðar býst við að fara í jailið“ Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum í markaðsmisnotkunarmálinu. 6. maí 2015 12:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Óvenjulegar en ekki ólöglegar lánveitingar Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, situr nú fyrir svörum saksóknara í morgun. 6. maí 2015 10:57
Segir mestu skipta að enginn peningur fór úr bankanum Bjarki Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri útlána hjá Kaupþingi, segist aldrei hafa tekið ákvörðun um að veita eignarhaldsfélögunum Holt og Desulo lán til að kaupa hlutabréf í bankanum. 6. maí 2015 15:00