Mikill slagkraftur með samvinnu Flóabandalags og verslunarmanna Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 12:55 Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason. Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Fjölmennustu verkalýðsfélög landsins hafa ákveðið að samræma verkfallsaðgerðir sínar sem gætu hafist hinn 28. maí og endað í ótímabundnu verkfalli tugþúsunda manna hinn 6. júní. Aðgerðirnar munu hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna og gætu truflað eða stöðvað millilandaflug um mánaðamótin. Stéttarfélögin þrjú innan Flóabandalagsins, VR og Landssambands verslunarmanna hafa ákveðið að samræma atkvæðagreiðslur sínar um boðun verkfalls sem og aðgerðir félaganna. Þetta eru fjölmennustu stéttarfélögin innan Alþýðusambandsins og slagkraftur þeirra því mjög mikill og myndu aðgerðirnar bætast ofan á önnur verkföll 16 stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins á Landsbyggðinni. Sigurður Bessason formaður Eflingar og samninganefndar Flóabandalagsinssegir margar ástæður fyrir samræmingu aðgerða. „Við höfum talið að staðan væri orðin þannig að það þyrfti að setja á þessa stöðu fullan þrýsting til að búa til lausn á þeirri deilu sem verið hefur undir. Þessi félög hafa að mörgu leyti verið með svipaðar áherslur,“ segir Sigurður. En bæði Flóabandalagið og verslunarmannafélögin fara fram á skammtímakjarasamning til eins árs og launakröfurnar séu á svipuðum nótum. Þá hafi öll félögin slitið viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslum þessara stéttarfélaga um aðgerðir á að vera lokið fyrir 20. maí og fyrstu aðgerðirnar myndu hefjast með tveggja daga vinnustöðvun hjá hópferðafyrirtækjum hinn 28. maí., þegar 16 félög Starfsgreinasambandsins hafa þá verið í ótímabundnu verkfalli í tvo daga. Annað tveggja daga verkfall Flóans og verslunarmanna yrði hjá starfsfólki hótela, gististaða og baðstaða dagana 30. til 31. maí og dagana 31. maí til 1. júní munu starfsmenn í flugafgreiðslu bæði í innanlands- og millilandaflugi leggja niður störf hafi ekki samist. Það myndi lama allt farþegaflug í landinu. „Ég tel nú reyndar að allt það sem við erum að boða til muni hafa verulega mikil áhrif inn í okkar samfélag. Það er vissulega þannig að það er stigmögnun í þessum aðgerðum. Þær munu hafa verulega mikil áhrif inn í ferðaþjónustuumhverfið. Það er alveg ljóst. En þær munu líka hafa áhrif inn í okkar daglega umhverfi. Síðan er þessu ætlað að enda með ótímabundnum aðgerðum og verkföllum sem hefjast 6. júní,“ segir Sigurður. Haft hefur verið eftir Björgólfi Jóhannssyni formanni Samtaka atvinnulífsins að samtökin hefðu boðið um 20 prósenta launahækkun með breytingum á dagvinnulaunum og álagi vegna yfirvinnu. „Ég kannast við að lagðar hafi verið til breytingar varðandi yfirvinnutíma og vaktavinnuálög sem þeir mátu sem um 8 prósenta hækkun. En í reynd yrði það þannig að við værum sjálf að leggja til þá hækkun. Þannig að ég gat ekki og hef ekki séð það sem lausn í þeirri deilu sem hér er undir,“ segir Sigurður Bessason.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira