Star Wars dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. maí 2015 18:41 Frá hátíðarhöldum 4. maí í Mílan. vísir/afp Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí. Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Í dag er mánudagurinn 4. maí. Fyrir mörgum er það aðeins venjulegur fyrsti mánudagur eftir útborgun en sérstakur ættbálkur manna heldur frídaginn 4. maí heilagan ár hvert. Í Star Wars kvikmyndunum má ítrekað heyra línunni „May the force be with you.“ Þeirri línu hefur í gegnum tíðina verið snúið upp í grínið „May the fourth be with you.“ Það var fyrst gert þann 4. maí 1979 af London Evening News eftir að Margaret Thatcher varð fyrsti kvenforsætisráðherra Breta en þá fylgdi Maggie á eftir kveðjunni. Fyrsti skipulagði Star Wars dagurinn fór fram fyrir fjórum árum í Toronto í Kanada en hefur síðan þá náð að breiðast um heim allan. Árið 2012 keypti Disney réttin að myndunum og ári síðar var dagurinn haldinn hátíðlegur í Disney görðum víða um heim. Hátíðarhöld fara oft fram á þann hátt að vinir koma saman og horfa á myndirnar sex. Einhverjir eiga búninga eða varning tengdan myndunum og passa upp á það að nýta hann við hátíðarhöldin. Geislasverðabardagar og spilun tölvuleikja sem tengjast myndunum eru einnig algeng iðja. Dagurinn eftir, 5. maí, hefur einnig tengingu við Star Wars en margir kalla hann „Revenge of the Fifth“ en það er vísun í þriðju myndina (eða sjöttu eftir því hvernig menn vilja líta á málið). Á þeim degi fagna menn myrku hlið sinni en aðrir fara helst ekki fram úr eftir að hafa skemmt sér of vel daginn áður. Í gegnum tíðina hefur verið rígur á milli aðdáenda Star Wars og Trekkara en svo kallast þeir sem hafa meira gaman af Star Trek. Í tilefni dagsins ákvað Tim Russ, en hann lét Lieutenant Commander Tuvok í Star Trek: Voyager, að útskýra hvers vegna haldið er upp á 4. maí.
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Lífið Laufey á lista Obama Lífið Pete orðinn pabbi Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira