Matthías Vilhjálmsson skoraði eitt af þremur mörkum Start í sigri á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Daníel Leó Grétarsson og Aron Elí Þrándarson spiluðu ekkert í sigri Álasund í sömu deild.
Andreas Hollingen kom Start yfir eftir fjögurra mínútna leik, en fjórtán mínútum síðar var komið að Ísfirðingnum. Hann skoraði þá annað mark Start. Kristoffer Vassbakk Ajer bætti svo við þriðja markinu á lokamínútu venjulegs leiktíma.
Dzenek Ondrasek minnkaði muninn fyrir Tromsö og lokatölur urðu 2-1 sigur Start sem er með átta stig eftir sex leiki í sjöunda sætinu.
Matthías og Guðmundur Kristjánsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Start.
Daníel Leó Grétarsson sat allan tímann á varamannabekk Álasund sem vann Bodo/Glimt 2-1 í sömu deild. Aron Elís Þrándarson var ekki í leikmannahópnum vegna meiðsla.
Álasund er í áttunda sætinu með sjö stig, en þeir eru með sjö stig eftir leikina sex.
Matthías með mikilvægt mark í sigri Start
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


United hættir að bjóða upp á frían hádegismat
Enski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn

Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum
Enski boltinn