Kjartan Henry Finnbogason bjargaði stigi fyrir Horsens í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í dag, en lokatölur urðu 1-1 jafntefli.
Staðan var markalaus í hálfleik, en Bruninho kom HB Köge yfir á 65. mínútu. Kjartan Henry jafnaði svo metin í uppbótartíma, en Kjartan hefur verið að spila vel í Danmörku.
Horsens er í fimmta sæti með 36 stig, en HB Köge er í sjöunda sætinu með tveimur stigum minna.
Þetta var sjötta mark Kjartans í deildinni, en hann hefur skorað þessi sex mörk í átján leikjum.
