Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði Klepp sigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma.
Ingrid Schjelderup kom Stabæk yfir eftir níu mínútna leik, en Hege Hansen jafnaði metin fyrir Klepp tveimur mínútum fyrir hálfleik.
Sigurmarkið lét bíða eftir sér, en það kom í uppbótartíma. Það gerðir Íslendingurinn í liði Klepp, Katrín Ásbjörnsdóttir.
Fjórði sigur Klepp í fimm leikjum og liðið enn taplaust, en það gerði 1-1 jafntefli við Kolbotn í síðustu umferð. Liðið fer á toppinn að minnsta kosti til morguns þegar Lilleström mætir Avaldsnes í Íslendingarslag.
Jón Páll Pálmason þjálfar Klepp. Stabæk er í fimmta sætinu, en liðið vann til silfurs í fyrra. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var í liði Stabæk.
Katrín tryggði Klepp sigur á silfurliðinu síðan í fyrra
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn


„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn


„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn

