Tyson hraunar yfir Mayweather: Hann er lítill maður og veruleikafirrtur Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2015 23:15 Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Mike Tyson, fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt, hefur einstakt lag á að búa til fyrirsagnir úr viðtölum þegar ekki einu sinni er verið að sækjast eftir þeim. Tyson var tekinn í stutt spjall á MGM-hótelinu í Vegas þar sem milljarðabardagi Floyds Mayweathers og Manny Pacquiao fer fram á morgun. Ekki var um að ræða neina stóra sjónvarpsstöð heldur Youtube-rásina Undisputed Champion Network. Spyrillinn vildi vita hvor væri sigurstranglegri. „Fyrst taldi ég að Pacquiao myndi vinna, en þetta verður áhugavert,“ svaraði Tyson. „Þetta verður góður bardagi, sama hver vinnur. Þeir eru báðir klárir í þetta og ég held þetta klárist með rothöggi. Bardaginn fer ekki í tólf lotur.“ Eftir að ræða stuttlega um stöðu þungavigtarinnar í dag var Tyson spurður út í ummæli Mayweathers á dögunum þar sem hann sagðist vera betri og merkari hnefaleikakappi en Muhammed Ali. Þá fyrst fór Tyson í gang. „Hann er veruleikafirrtur,“ sagði Tyson. „Hlustaðu nú. Ef hann væri nálægt því að vera jafnstór og Ali gæti hann farið með börnin sín sjálfur í skólann.“ „Hann getur ekki farið einn með börnin sín í skólann og hann talar um sig sem merkan mann?“ „Hann er lítill og hræddur maður. Hann er mjög lítill og hræddur maður,“ sagði Mike Tyson. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira