Sjúklingar og ferðamenn saman á Hótel Íslandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. maí 2015 21:00 Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Miklar framkvæmdir standa nú yfir á Hótel Íslandi þar sem ferðamenn og sjúklingar af Landspítala dvelja saman. Sjúkrahótel Landspítalans er rekið í samræmi við samkomulag Landspítala og Sjúkratrygginga Íslands í samstarfi við Sinnum ehf. Hjúkrunarfræðingar af spítalanum sjá um daglegan rekstur og hjúkrunarþjónustu en Sinnum ehf hefur með höndum hótelþjónustuna sem felur í sér þrif og matreiðslu. Erlendir ferðamenn sem gistu á Hótel Íslandi í Ármúla níu í Reykjavík eru margir forviða yfir því að deila hótelinu með sjúklingum og lýsa reynslu sinni á umsagnarsíðu á netinu, Tripadvisor. Einn gesta setur út á að þurfa að deila lyftu með sjúklingum, annar heldur að á hótelinu sé einnig rekið elliheimili og enn annar sagðist hafa séð sjúklinga hvert sem hann leit. Frá þessu var greint í Stundinni nýverið. Kolbrún Hrund Víðisdóttir hótelstjóri segir rekstur sjúkrahótels og venjulegs hótels fara vel saman. „Það gengur mjög vel,“ segir Kolbrún. „Þeir gestir sem við erum með á Sjúkrahótelinu eru sjálfbjarga í alla staði. Þeir búa ef til vill úti á landi, til dæmis á Egilstöðum og þurfa að leita á Landspítala eftir meðferð en fara svo heim aftur.“ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir reksturinn til fyrirmyndar. „Við erum með samning um rekstur sjúkrahótelsins sem var gengið frá á þessu ári. Auðvitað fylgjumst við vel með rekstri. Fyrst þú spyrð þá er rétt að nota tækifærið að þær athuganir leiða í ljós að reksturinn er til fyrirmyndar.“ Hann segir samlegðaráhrifin góð. „Það er okkur algjörlega að meinalausu og við náðum góðum hagstæðum samningi vegna samlegðar sjúkrahótelsreksturs við annan rekstur, ekki síst annan hótelreksturs.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira