Volkswagen Golf GTE Sport í Wörthersee Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 12:46 Volkswagen Golf GTE Sport. Volkswagen Golf bílar eru einir algengustu bílar heims, en það verður ekki sagt um hann þennan. Þessi Golf er tilraunaverkefni sem Volkswagen ætlar að sýna á hinni árlegu tilraunabílasýningu Volkswagen Group bíla sem haldin er við vatnið Wörthersee í Austurríki. Volkswagen Golf GTE Sport er 395 hestafla ofurkerra og tvíorkubíll. Hann er bæði með öflugan brunamótor og rafmótora og er aðeins 4,3 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 280 km/klst. Ytra útlit bílsins er nú nógu framúrstefnulegt en það á ef til vill enn frekar við innra útlit hans. Þar er líkt og kíkt sé inní framtíðina og ef til vill sér Volkswagen fyrir sér svona útlit í framtíðarbílum sínum. Mikið er notað af koltrefjum í bílinn, einnig að innan. Bíllinn er líklega ekki mjög notadrjúgur, en hann er aðeins teggja sæta og athygli vekur hár millistokkur sem er á milli framsætanna. Þetta fyrirkomulag er ekki líklegt að sjá í bílum Volkswagen í framtíðinni, en samt gæti eitthvað úr þessum tilraunabíl ratað í bílgerðir Volkswagen í framtíðinni. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er ógnarfallegur. Hár miðjustokkurinn milli framsætanna vekur athygli.Framúrstefnulegt útlit. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Volkswagen Golf bílar eru einir algengustu bílar heims, en það verður ekki sagt um hann þennan. Þessi Golf er tilraunaverkefni sem Volkswagen ætlar að sýna á hinni árlegu tilraunabílasýningu Volkswagen Group bíla sem haldin er við vatnið Wörthersee í Austurríki. Volkswagen Golf GTE Sport er 395 hestafla ofurkerra og tvíorkubíll. Hann er bæði með öflugan brunamótor og rafmótora og er aðeins 4,3 sekúndur í 100 km hraða og með hámarkshraðann 280 km/klst. Ytra útlit bílsins er nú nógu framúrstefnulegt en það á ef til vill enn frekar við innra útlit hans. Þar er líkt og kíkt sé inní framtíðina og ef til vill sér Volkswagen fyrir sér svona útlit í framtíðarbílum sínum. Mikið er notað af koltrefjum í bílinn, einnig að innan. Bíllinn er líklega ekki mjög notadrjúgur, en hann er aðeins teggja sæta og athygli vekur hár millistokkur sem er á milli framsætanna. Þetta fyrirkomulag er ekki líklegt að sjá í bílum Volkswagen í framtíðinni, en samt gæti eitthvað úr þessum tilraunabíl ratað í bílgerðir Volkswagen í framtíðinni. Það verður ekki tekið af þessum bíl að hann er ógnarfallegur. Hár miðjustokkurinn milli framsætanna vekur athygli.Framúrstefnulegt útlit.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent