Dagskrá hátíðarinnar má sjá inn á Skjaldborg.com en að auki munum við á Vísi kynna nokkrar myndir sem verða til sýnis á hátíðinni. Í lok hátíðarinnar verður besta myndin valin af áhorfendum.
Fyrsta myndin sem tekin verður fyrir er myndin Finndið en þar er skyggnst inn í heim uppistandarans. Þar eru Hugleiki Dagsyni og Ara Eldjárn fylgt eftir er þeir ferðast til Finnlands til að taka þátt í grínhátíð í öðru landi. Leikstjóri myndarinnar er Ragnar Hansson.
FINNDIÐ - STIKLA from Ragnar Hansson on Vimeo.