Dodge lokar fyrir pantanir í 707 hestafla Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 19. maí 2015 10:07 Dodge Callenger Hellcat. Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári. Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Margir bílaframleiðendur vildu glíma við það vandamál sem Dodge á vegna framleiðslu Challenger og Charger Hellcat bíla sinna. Svo margar pantanir hafa verið lagðar inn vegna þeirra að Dodge ræður ekki við að framleiða þá nægilega hratt og verður því að hætta að taka við fleiri pöntunum í þá. Þessir bílar skarta titlinum öflugustu framleiðslubílar Bandaríkjanna fyrr og síðar og þeim hefur verið tekið með kostum frá kynningu þeirra á síðasta ári. Þessir bílar eru með hámarkshraða uppá 328 og 320 km/klst. Sú mikla eftirspurn sem hefur verið í bílana hefur gert það að verkum að söluumboðin sem selja þá hafa hækkað verð þeirra um allt að 50% og það líkar Dodge ekki og hefur því brugðist við á þennan hátt. Dodge vill heldur ekki taka niður pantanir í bíla sem afgreiddir verða ekki innan árs. Dodge vill ekki láta uppi hvenær fyrirtækið hyggst aftur opna fyrir pantanir á bílunum, en líklega verður það ekki fyrr en í ágúst á þessu ári.
Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent