Frystiskápar fullir af blóðsýnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2015 19:00 Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51
„Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07
Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30