Rúnar Alex Rúnarsson lék sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland í dönsku deildinni í kvöld.
Hann stóð á milli stanganna er Nordsjælland tók á móti Esbjerg og tapaði, 1-3. Rúnar Alex gat lítið gert við mörkunum þremur. Eitt þeirra kom úr víti og var Rúnar Alex ekki fjarri því að verja vítið.
Alls voru fjórir Íslendingar í liði Nordsjælland í kvöld. Rúnar, Adam Örn Arnarson, Guðmundur Þórarinsson og Guðjón Baldvinsson. Ólafur Helgi Kristjánsson er síðan þjálfari liðsins. Guðmundur lagði upp mark liðsins í leiknum.
Nordsjælland erí sjöunda sæti deildarinnar eftir tapið. Þetta var fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum.
Íslendingahersveit Nordsjælland tapaði enn og aftur

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



