Hjóladagur Hyundai næsta laugardag Finnur Thorlacius skrifar 18. maí 2015 15:58 Frá keppninni í fyrra. Hjóladagur Hyundai í Garðabæ verður haldinn í annað sinn nk. laugardag, 23. maí í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn er bæði ætlaður þaulvönum reiðhjólagörpum og einnig og ekki síður fjölskyldufólki með áhuga á hjólreiðum og útiveru eins og sýndi sig í fyrra þegar rúmlega 60 manns tóku þátt í hjólreiðum í og við útivistarsvæðið í Heiðmörk. Hjólamótið hefst kl. 12 við Hyundai við Kauptún í Garðabæ þar sem undirbúningur fer fram en að því loknu verður ræst til keppni. Keppt verður í tveimur flokkum, A-flokki karla og kvenna og síðan almennum fjölskylduflokki. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12.45 og fjölskylduflokkurinn 15 mínútum síðar. Ekkert þátttökugjald er í keppnina. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent
Hjóladagur Hyundai í Garðabæ verður haldinn í annað sinn nk. laugardag, 23. maí í samstarfi við Hjólreiðafélagið Bjart. Hjóladagurinn er bæði ætlaður þaulvönum reiðhjólagörpum og einnig og ekki síður fjölskyldufólki með áhuga á hjólreiðum og útiveru eins og sýndi sig í fyrra þegar rúmlega 60 manns tóku þátt í hjólreiðum í og við útivistarsvæðið í Heiðmörk. Hjólamótið hefst kl. 12 við Hyundai við Kauptún í Garðabæ þar sem undirbúningur fer fram en að því loknu verður ræst til keppni. Keppt verður í tveimur flokkum, A-flokki karla og kvenna og síðan almennum fjölskylduflokki. Fyrstu keppendur verða ræstir af stað kl. 12.45 og fjölskylduflokkurinn 15 mínútum síðar. Ekkert þátttökugjald er í keppnina.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent