"Viðskiptin báru öll einkenni blekkinga og sýndarmennsku“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 15:11 Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök. Vísir/Valli Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hélt áfram að flytja málflutningsræðu sína eftir hádegi í dag. Hann fjallar nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að sölu á hlutabréfum Kaupþings til eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á árinu 2008. Eignarhaldsfélögin keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrveandi stjórnarformaður bankans, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, allir ákærðir fyrir sölu bréfanna og lánin sem félögunum voru veitt. Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök.„Þurfti að losa bréf af bókum“ Saksóknari vill meina að Kaupþing hafi selt eignarhaldsfélögunum eigin hlutabréf vegna þess að bankinn þurfti að losa sig við bréfin. Bankinn mátti samkvæmt lögum eiga allt að 10% í sjálfum sér en hefði þurft að flagga í Kauphöllinni ef hlutfallið hefði farið yfir 5%. Ákæruvaldið telur að stjórnendur bankans hafi ekki viljað flagga og því „þurfti að losa bréf af bókum.“ Þar af leiðandi hafi ekki legið viðskiptalegar forsendur að baki sölu hlutabréfanna. Björn sagði liggja fyrir í málinu að Hreiðar Már og Sigurður hefðu lagt mikið kapp á að finna hluthafa fyrir bankann. Þá hafi það verið stefna bankans að selja stöndugum hluthöfum bréf í bankanum gegn því að lánað væri fyrir kaupunum og sagði saksóknari kaup Holt og Desulo endurspegla þessa stefnu. Máli sínu til stuðnings vísaði Björn til framburðar Ingólfs þar sem hann var spurður út í hver hefði átt hugmyndina um stór viðskipti á borð við sölurnar til Holt, Mata, Desulo og Al Thani. Sagði Ingólfur að það hefði ekki verið nein sérstök hugmynd heldur hafi staða bankans verið orðin talsvert mikil í eigin bréfum. „Menn þurfa bara að passa upp á það að ef þeir ætla ekki að eiga of mikið í eigin bréfum þá þarf að selja bréf.“Allir aðilar á markaði blekktir Saksóknari sagði það hafið yfir allan vafa að viðskipti Holt, Mata og Desulo hafi verið framkvæmd vegna stefnu Hreiðars, Sigurðar og Ingólfs og að undirlagi þeirra hafi Magnús borið tilboð undir eigendur félaganna: að þeir keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Að mati ákæruvaldsins voru hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna þriggja til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna. Þá hafi allir aðilar á markaði verið blekktir vegna þess að fjármögnun kaupanna var ekki þekkt. „Markaðurinn vissi ekki að kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum og þar af leiðandi með engri áhættu fyrir kaupendurna. [...] Viðskiptin báru öllu einkenni blekkinga og sýndarmennsku,“ sagði saksóknari og hafði svo þetta að segja um tilkynningar vegna sölu hlutabréfanna til Kauphallar: „Með [tilkynningunum] er kannski verið að gefa réttar upplýsingar um viðskiptin, en ef aðrar upplýsingar hefðu fylgt með, til dæmis að bankinn væri að lána að fullu fyrir kaupunum og að engir peningar voru að koma inn í bankann, nú þá lá fyrir að fjárfestar hefðu fengið allt aðra og verri mynd af viðskiptunum.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hélt áfram að flytja málflutningsræðu sína eftir hádegi í dag. Hann fjallar nú um þann hluta ákærunnar sem snýr að sölu á hlutabréfum Kaupþings til eignarhaldsfélaganna Holt, Desulo og Mata á árinu 2008. Eignarhaldsfélögin keyptu öll stóra hluti í bankanum fyrir marga milljarða króna en kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum. Eru Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Sigurður Einarsson, fyrrveandi stjórnarformaður bankans, Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, allir ákærðir fyrir sölu bréfanna og lánin sem félögunum voru veitt. Ákæruvaldið telur að viðskiptin hafi byggt á sýndarmennsku og blekkingum. Þá hafi fjármunum Kaupþings verið stefnt í verulega hættu þar sem veð fyrir lánunum var tekið í bréfunum sjálfum. Fjórmenningarnir neita allir sök.„Þurfti að losa bréf af bókum“ Saksóknari vill meina að Kaupþing hafi selt eignarhaldsfélögunum eigin hlutabréf vegna þess að bankinn þurfti að losa sig við bréfin. Bankinn mátti samkvæmt lögum eiga allt að 10% í sjálfum sér en hefði þurft að flagga í Kauphöllinni ef hlutfallið hefði farið yfir 5%. Ákæruvaldið telur að stjórnendur bankans hafi ekki viljað flagga og því „þurfti að losa bréf af bókum.“ Þar af leiðandi hafi ekki legið viðskiptalegar forsendur að baki sölu hlutabréfanna. Björn sagði liggja fyrir í málinu að Hreiðar Már og Sigurður hefðu lagt mikið kapp á að finna hluthafa fyrir bankann. Þá hafi það verið stefna bankans að selja stöndugum hluthöfum bréf í bankanum gegn því að lánað væri fyrir kaupunum og sagði saksóknari kaup Holt og Desulo endurspegla þessa stefnu. Máli sínu til stuðnings vísaði Björn til framburðar Ingólfs þar sem hann var spurður út í hver hefði átt hugmyndina um stór viðskipti á borð við sölurnar til Holt, Mata, Desulo og Al Thani. Sagði Ingólfur að það hefði ekki verið nein sérstök hugmynd heldur hafi staða bankans verið orðin talsvert mikil í eigin bréfum. „Menn þurfa bara að passa upp á það að ef þeir ætla ekki að eiga of mikið í eigin bréfum þá þarf að selja bréf.“Allir aðilar á markaði blekktir Saksóknari sagði það hafið yfir allan vafa að viðskipti Holt, Mata og Desulo hafi verið framkvæmd vegna stefnu Hreiðars, Sigurðar og Ingólfs og að undirlagi þeirra hafi Magnús borið tilboð undir eigendur félaganna: að þeir keyptu hlutabréf í Kaupþingi með fullri fjármögnun bankans. Að mati ákæruvaldsins voru hlutabréfakaup eignarhaldsfélaganna þriggja til þess fallin að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþingi ranglega til kynna. Þá hafi allir aðilar á markaði verið blekktir vegna þess að fjármögnun kaupanna var ekki þekkt. „Markaðurinn vissi ekki að kaupin voru að fullu fjármögnuð af bankanum sjálfum og þar af leiðandi með engri áhættu fyrir kaupendurna. [...] Viðskiptin báru öllu einkenni blekkinga og sýndarmennsku,“ sagði saksóknari og hafði svo þetta að segja um tilkynningar vegna sölu hlutabréfanna til Kauphallar: „Með [tilkynningunum] er kannski verið að gefa réttar upplýsingar um viðskiptin, en ef aðrar upplýsingar hefðu fylgt með, til dæmis að bankinn væri að lána að fullu fyrir kaupunum og að engir peningar voru að koma inn í bankann, nú þá lá fyrir að fjárfestar hefðu fengið allt aðra og verri mynd af viðskiptunum.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi „Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ segir Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 12:53
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19