Telur að Sigurður Einarsson hafi játað markaðsmisnotkun fyrir dómi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 12:53 Björn Þorvaldsson og Sigurður Einarsson. Vísir/Vihelm/Daníel Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, telur að Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans hafi játað markaðsmisnotkun með framburði sínum fyrir dómi fyrir nokkrum vikum. Er Sigurður, ásamt öðrum fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum bankans, meðal annars ákærður fyrir markaðsmisnotkun með hlutabréf í Kaupþingi en fyrir liggur í málinu að eigin viðskipti bankans keyptu mörg bréf í bankanum sjálfum á ákærutímabilinu. Vill saksóknari meina að það hafi verið gert til að koma í veg fyrir eða hægja á lækkun hlutabréfanna. Sagði Björn Sigurð hafa lýst því fyrir dómi að það hefði verið eðlilegt að Kaupþing keypti eigin bréf þegar það var söluþrýstingur. Það hafi bankinn gert svo að fjárfestar gætu alltaf gengið að þí að þeir gætu selt bréf í Kaupþingi og þannig hefði verðmæti bankans aukist. Um þessi viðskipti sagði saksóknari: „Gallinn er bara sá að slík viðskipti eru ekki á viðskiptalegum forsendum heldur er verið að gefa framboð á bréfunum misvísandi til kynna.“ Þá sagði Björn að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefði í greinargerð sinni til dómsins einfaldlega lýst markaðsmisnotkun. Vísaði saksóknari til þess að í greinargerðinni kæmi fram að útgefandi hlutabréfa yrði að vera með viðskiptavakt í eigin bréfum því hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi væri svo lítill. Það væri því ekki næg eftirspurn og markaðurinn því ekki fær um að mynda rétt verð hlutabréfanna. Vill saksóknari meina að slík viðskiptavakt útgefanda hlutabréfa hafi verið ólöglegt inngrip í markaðinn, til þess fallið að gefa eftirspurn eftir hlutabréfum í Kaupþing ranglega og misvísandi til kynna og því „einfaldlega refsivert“, eins og hann komst að orði fyrir dómi í dag. „Markaðurinn var blekktur og ákærðu gerðust sekir um markaðsmisnotkun allt ákærutímabilið. Þetta er einfaldlega skólabókardæmi um markaðsmisnotkun,“ sagði Björn.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39 Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Sjá meira
Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á „Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008,“ sagði Björn Þorvaldsson saksóknari. 18. maí 2015 11:39
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19